Fyrstu tíu dagar júnímánaðar

Meðalhiti fyrstu tíu daga júnímánaðar 2024 er 6,8 stig, -2,4 stigum neðar en meðaltal sömu daga 1991 til 2020 og -2,5 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Hitinn raðast í næstneðsta sæti aldarinnar (af 24). Dagarnir tíu voru kaldari 2011, 6,5 stig. Hlýjastir voru þeir 2016, meðalhiti 11,5 stig. Á langa listanum raðast hitinn í 137. sæti (af 152). Hlýjast var 2016, en kaldast 1885, meðalhiti þá aðeins 4,9 stig.
 
Á Akureyri er meðalhiti dagana tíu 4,9 stig, -3,9 stigum neðan meðallags 1991 til 2020 og -4,8 stig neðan meðallags síðustu tíu ára. Á samanburðarlista sem nær aftur til 1936 (89 ár) er hitinn nú í 82. sæti. Hlýjast á þeim lista var árið 1940, hiti 12,4 stig, en kaldast var 1946, meðalhiti 3,9 stig.
 
Þetta er kaldasta júníbyrjun aldarinnar á Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðausturlandi. Hlýjast að tiltölu hefur verið á Austfjörðum þar sem hitinn raðast í 18. hlýjasta sæti aldarinnar (6 kaldari).
 
Hiti er neðan meðallags á öllu landinu. Vikið er minnst (hlýjast að tiltölu) í Seley, -0,4 stig, en mest (kaldast að tiltölu) á Grímsstöðum á Fjöllum -6,4 stig. Meðalhiti þar er aðeins 1,3 stig.
 
Úrkoma hefur aðeins mælst 5,7 mm í Reykjavík (um 40 prósent meðallags), en 38 mm á Akureyri (nærri sjöfalt meðallag - en óstaðfest tala). Á Dalatanga hefur úrkoman mælst 30,7 mm, rétt neðan meðallags.
 
Sólskinsstundir eru 87,3 í Reykjavík, um 22 stundir umfram meðallag. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst aðeins 18,7, 48 stundum neðan meðallags og hafa aðeins einu sinni mælst færri sömu daga (1994).

Bloggfærslur 11. júní 2024

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 39
  • Sl. sólarhring: 704
  • Sl. viku: 3788
  • Frá upphafi: 2428619

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 3380
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband