Ekki mjög upplífgandi - en tilefni samt

Veđurspá evrópureiknimiđstöđvarinnar nú í kvöld (fimmtudag 30.maí) er ekki sérlega upplífgandi. Kosturinn ţó sá ađ hún á enn (talsverđa) möguleika á ađ verđa röng - sem viđ auđvitađ (flest) vonum.

Háţrýstisvćđi vestur af Bretlandi beinir til okkar sterkum háloftavindum. Ţeim fylgja úrkomusvćđi (tćtingsleg flest) og strekkingsvindur sem meginhluti landsins virđist ţó ćtla ađ sleppa furđuvel viđ - nema ţar sem fjöll geta „dregiđ“ vindinn niđur - ţađ er helst á Vestfjörđum norđanverđum og á stöku stađ fyrir norđan. Ađalháloftastrengurinn fer milli Íslands og Grćnlands.

w-blogg290524a

Kortiđ sýnir stöđuna kl.6 í fyrramáliđ (föstudag 31.maí) eins og evrópureiknimiđstöđin segir hana verđa í reikningum nú síđdegis. Viđ hrósum happi fyrir ađ sleppa međ skrekkinn í ţetta sinn - öfugt viđ ţađ sem var í svipađri stöđu í fyrravor ţegar vindur náđi ađ rífa flest lauf af nýlaufguđum trjánum - svo sá á ţeim allt sumariđ. 

En ţetta fer hjá. Kuldapollurinn sem viđ töluđum hér um fyrir fáeinum dögum var í dag yfir Grćnlandi - en er á morgun nćrri miđju háloftalćgđarinnar á kortinu hér ađ ofan. Heldur síđan áfram til norđurs. Einskonar skott fylgir á eftir sem fer yfir landiđ á sunnudaginn og í kjölfar ţess á kuldinn ađ ná sér á strik međ vaxandi norđanátt. 

w-blogg290524b

Síđdegis á mánudag er ađalháloftakerfiđ komiđ austur fyrir, ţar er djúp lćgđ, en vestan viđ hana er kuldastroka úr norđri. Af afstöđu jafnhćđar- og jafnţykktarlína getum viđ séđ ađ mun hvassara er í neđri hluta veđrahvolfs heldur en ţarna uppi í rúmlega 5 km hćđ. Hér er ađalvindstrengurinn rétt norđaustan viđ landiđ - ţar sem jafnţykktarlínurnar (litaskiptin) eru hvađ ţéttastar. Ţessi spá segir ađ viđ Vesturland fari ţykktin niđur í 5220 metra. 

Gagnagrunnur ritstjóra hungurdiska segir okkur ađ ţetta sé óvenjukalt í júní. Hefur gerst svona 5 til 6 sinnum síđustu 70 árin. Í öllum ţeim tilvikum var um leiđindahret ađ rćđa og jafnvel hríđarveđur um landiđ norđanvert. 

Ţriđjudagurinn er jafnvel enn verri - sé rétt reiknađ.

w-blogg290524c

Eindregin norđanátt. Ţrýstispönn yfir landiđ er hér 22 hPa. Viđ flettingar í gagnagrunni ritstjórans má sjá ađ ţađ er ekki algengt í júní. Ţó íviđ algengara heldur en ţykktarkuldinn. Ţau tilvik sem nefnd eru í gagnagrunninum - í norđanátt - eru langflest eftirminnileg fyrir leiđindi. Bar ţó ekki öll eins ađ. 

Minnt er á ađ hér er um ađ rćđa spá marga daga fram í tímann. Ekki er hún endilega rétt og reyndin verđur ábyggilega nokkuđ önnur en reiknađ er nú í dag. En ritstjóri hungurdiska er sífellt á ferđ í fortíđinni og leikur sér nćr daglega međ tölur hennar - ţađ eru Legokubbar hans. Trúverđugleiki reiknilíkana er líka áhugaverđur - er yfirleitt hćgt ađ trúa ţeim? Ţau eru oftast mjög sannfćrandi - en líka oft mjög röng - svo oft ađ mađur skammast sín stundum fyrir ađ tala um ţađ. En líkönin eru ađ sjálfsögđu sálarlaus - og er nákvćmlega sama. 

Stjórnmálamenn eru líka oft mjög sannfćrandi - en er yfirleitt hćgt ađ trúa ţeim? 

 


Bloggfćrslur 30. maí 2024

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 90
  • Sl. sólarhring: 340
  • Sl. viku: 2857
  • Frá upphafi: 2427409

Annađ

  • Innlit í dag: 72
  • Innlit sl. viku: 2560
  • Gestir í dag: 70
  • IP-tölur í dag: 70

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband