3.5.2024 | 00:02
Augnagotur - (hæð vestur af Grænlandi)
Jú, ritstjóri hungurdiska gefur veðrinu gaum á hverjum degi. En þegar lítið er um að vera - og fókusinn farinn að gefa sig vegna aldurs er mun erfiðara en áður að vera með margt í takinu í einu. En mænan - og hinar ósjálfráðu veðurstöðvar hennar virka enn.
Í dag sá ritstjórinn (útundan sér) að hæðinni vestan við Grænland var spáð í 1047 hPa í miðju - á morgun. Það er svosem ekki mjög óvenjulegt á þessum tíma árs - en klingir samt bjöllum í mælaborðinu. Ekkert illt mun þó á seyði - að sögn reiknimiðstöðva og við getum trúað þeim.
Kort evrópureiknimiðstöðvarinnar gildir á hádegi á morgun föstudaginn 3.maí. Þarna er hæðin við Baffinsland - um það bil í hámarksstyrk. Lægð er á Grænlandshafi - búin að vera þar í dag líka. Ekki er langt í hlýja austanátt - hún nær vestur fyrir Færeyjar (þótt sjávarloftið sjái um veður þar (eins og venjulega). Svo virðist sem þessi hlýindi nái ekki hingað til lands því mjög kalt loft sækir fram við Grænland. - Og þá er komið að aðalatriði pistilsins.
Það er þetta háloftakort. Engin hæð við Baffinsland - heldur ískalt lægðardrag þar nærri. Þetta lægðardrag hefur í dag verið að vinna sig inn á Grænlandshaf og verður á morgun orðið að sérstakri háloftalægð - sem mun frekar styrkjast. Kalda loftið nálgast landið heldur - og kemur alla vega í veg fyrir öll hlýindi úr suðri eða austri vel fram yfir helgi (sé að marka reikninga).
Hungurdiskar hafa alloft fjallað um hæðir af þessu tagi. Þær liggja undir köldum háloftadrögum og fylla þau - þannig að ekki (eða varla) sér votta fyrir lægð niðri við sjávarmál. Fyrir tíma háloftaathugana var þetta auðvitað sérlega varasamt. Hálendi Grænlands stíflar gjarnan framrás kuldans í neðstu lögum - en ekki uppi. Allskonar varasamir hlutir geta þá farið á kreik austan jökulsins. Er það allt með fjölbreyttu sniði.
Það afbrigði sem nú er uppi virðist vera af fremur meinlausri gerð. Köld lægð dýpkar á Grænlandshafi. Eina snjókoma marsmánaðarins ofurhlýja 1964 átti sér stað við þessar aðstæður - tók undirbúningurinn marga daga. Þetta veldur því að spár Veðurstofunnar hafa eitthvað minnst á él hér vestanlands í kringum helgina - alla vega á fjallvegum. Hér liggur ástæða þeirra spáa.
Páskahretið mikla 1963 er í skylduliði þessarar stöðu - en miklu orkumeira (ef svo má að orði komast) - sömuleiðis aprílhretið mikla 1882. Fleiri afbrigði mætti telja - en rétt að endurtaka að allt virðist saklaust nú.
Við tökum samt ofan fyrir hæðinni - og gefum hugsanlegum næturhálkublettum gaum.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 3. maí 2024
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 90
- Sl. sólarhring: 340
- Sl. viku: 2857
- Frá upphafi: 2427409
Annað
- Innlit í dag: 72
- Innlit sl. viku: 2560
- Gestir í dag: 70
- IP-tölur í dag: 70
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010