25.5.2024 | 21:22
Fyrstu tuttugu stig ársins 2024
Í dag (25.maí) náði hiti 20 stigum í fyrsta sinn á þessu ári á landinu. Hámarkið var 21,5 stig sem mældust bæði á Mánárbakka og Húsavík. Á fimm öðrum stöðvum náði hiti einnig 20 stigum. Í maí 2010 setti ritstjóri hungurdiska saman alllangan pistil þar sem fjallað var um það hvenær 20 stiga hiti næðist yfirleitt fyrst á vorin. Flest af því sem þar stendur á enn við og rétt að vísa hér í hann hvað varðar eldri tíð. Fyrir tíu árum reyndi ritstjórinn að uppfæra upplýsingar og meðaltöl í pistli á hungurdiskum Það sem hér fer á eftir er þá enn ný uppfærsla á þeim pistli - en tekur nú eingöngu til sjálfvirku veðurstöðvanna. Sjálfvirka athugunarkerfið var orðið ámóta þétt og það mannaða árið 2004, en síðan hefur mannaða kerfið grisjast mjög, en sjálfvirkum stöðvum enn fjölgað. Eftir því sem stöðvakerfið verður þéttara verður líka líklegra að staðbundin tuttugu stig fari ekki framhjá kerfinu. Að tuttugu stig hafi mælst á sjö stöðvum í dag bendir til þess að atburðurinn hefði ekki farið fram hjá mannaða kerfinu - alla vega ekki eftir 1950.
Við lítum því á árin 1997 til 2024 - á sjálfvirkum stöðvum eingöngu. Á þessu tímabili hefur hiti tvisvar náð tuttugu stigum í marsmánuði, fyrst 18. mars, það var á Dalatanga 2021, 20,4 stig, en svo einnig í Kvískerjum í Öræfum 29. mars 2012, þá örlítið hærri, 20,5 stig og telst það hitamet marsmánaðar hér á landi.
Á tímabilinu þurfti lengst að bíða eftir 20 stigum árið 2009, alveg til 26.júní og 2015 þurfti að bíða til 19. júní.
Meðaldagsetning fyrstu 20 stiga á þessu tímabili er 16. maí, en marstilvikin tvö draga meðaltalið nokkuð til - þannig að eðlilegra er að leita miðgildisdags. Það er sá dagur þegar helmingur áranna hefur náð 20 stigum, en hinn helmingurinn bíður enn. Sá dagur er nú einmitt dagurinn í dag, 25.maí. Því má segja að fyrsta tuttugustigakoma ársins 2024 sé í meðallagi.
Árið 1979 þurfti að bíða til 21.júlí eftir fyrstu 20 stigum ársins og árið 1952 til 23. júlí. Við vitum ekki hvort núverandi fjöldi sjálfvirkra stöðva hefði náð að flýta fyrir. Upplýsingar eru aðgengilegar um hæsta hita hvers mánaðar allt aftur til 1874. Á þeim tíma vitum við aðeins um eitt sumar án 20 stiga mælingar. Það er 1878, hæsti hiti sem frést hefur af það sumar er 19,0 stig sem mældust á Djúpavogi. Nær öruggt má telja að núverandi kerfi hefði fiskað 20 stig þetta sumar og sennilegt er að 20 stig (að minnsta kosti einn dag) hafi um ómunatíð verið fastur liður í veðri á Íslandi.
Mælingar frá stöðvum Vegagerðarinnar lenda flestar í gagnagrunni Veðurstofunnar. Við getum líka leitað að hámarkshita þeirra stöðva, en sá er þó munurinn að ekki er fylgst alveg samfellt með hámarkinu á þeim stöðvum, við missum af allra hæsta hita verði hann á milli mælinga á 10-mínútna fresti. Þótt allmargar stöðvar Vegagerðarinnar séu staðsettar á láglendi eru þær samt fleiri á fjallvegum. Þær fiska hæstu tölur því ekki alveg jafnvel og aðrar stöðvar (þótt auðvitað geti hagað þannig til - sérstaklega að vetrarlagi þegar hiti er gjarnan hæstur nærri fjöllum í miklum vindi - einmitt þar sem Vegagerðin hefur mestan áhuga á veðri. Miðdagsetning fyrstu 20 stiganna á Vegagerðarstöðvunum er 5.júní - nærri tveimur vikum á eftir öðrum stöðvum. Sumarið 2001 komst hiti aldrei í 20 stig á Vegagerðarstöð. Í dag komst hiti í 20 stig á einni Vegagerðarstöð, á Tjörnesi (Gerðisbrekka, 20,5 stig) - 11 dögum á undan meðaltalinu.
Þess má að lokum geta að landsdægurhámark dagsins í dag (25.maí) er 23,3 stig sem mældust í Reykjahlíð við Mývatn 1987). Hæsti hiti sem mælst hefur í maí á landinu er 25,6 stig sem mældust á Vopnafirði 26.maí 1992 - verður varla slegið í ár.
Bloggfærslur 25. maí 2024
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 90
- Sl. sólarhring: 340
- Sl. viku: 2857
- Frá upphafi: 2427409
Annað
- Innlit í dag: 72
- Innlit sl. viku: 2560
- Gestir í dag: 70
- IP-tölur í dag: 70
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010