Slegið á væntingar

Eindregin sunnanátt hefur verið ríkjandi á landinu í dag (föstudaginn 24.maí 2024). Víða hvasst um landið vestanvert og sumstaðar mikil úrkoma. Allgóð hlýindi - miðað við það sem verið hefur að undanförnu. Það er rétt hugsanlegt að fyrstu 20 stig ársins á landinu mælist á morgun. Það er ívið seinna heldur en meðallag á síðari árum. 

Loftið sem leikið hefur um landið í dag er komið langt að sunnan, rakabólgið. Mikil hlýindi eru einnig yfir Skandinavíu og hefur það loft heldur þokast til vesturs. Kuldapollur hefur verið yfir Bretlandseyjum. Nú gerðist það að stuggað var við þessum kuldapoll. Þótt ekki sé hann veigamikill stefnir hann beint til Íslands og fer yfir það á morgun. Ekki veldur hann neinum kulda - enda kominn úr suðri - en hann slær samt verulega á væntingar um hlýindi.

w-blogg250524a

Fyrra kort dagsins sýnir stöðuna í 500 hPa síðdegis á morgun, laugardaginn 25.maí. Hiti er sýndur með litum, vindur með vindörvum og jafnhæðarlínur eru heildregnar. Miðja kuldans er hér við Suðausturland og fer norðvestur. Ekki er lengur um lokaða lægð að ræða heldur lægðardrag. Við sjáum hvernig hlýja loftið kemst ekki að - það er klofið í sundur. Við missum af mestu hlýindunum. Líkur á 20 stigum á Vesturlandi eru að vísu ekki núll - en mun minni heldur en verið hefði - hefði þessi ómerkilegi kuldapollur látið hlýja suðaustan- og austanáttina í friði.

En það gengur betur næst (vonandi). 


Bloggfærslur 24. maí 2024

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 90
  • Sl. sólarhring: 340
  • Sl. viku: 2857
  • Frá upphafi: 2427409

Annað

  • Innlit í dag: 72
  • Innlit sl. viku: 2560
  • Gestir í dag: 70
  • IP-tölur í dag: 70

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband