Hófleg hlýindi

Eftir heldur kalda tíð hefur skipt um. Hlýtt er á landinu þessa dagana. Hlýindin eru þó ekkert úr hófi og þótt blásið hafi á stöku stað er samt alls ekki hægt að tala um illviðri. Kannski sumum fyrir austan þyki fullblautt í dag. 

w-blogg080324a

Við sjáum hina almennu stöðu á norðurhveli á kortinu síðdegis á laugardag. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, af þeim ráðum við vindstefnu og styrk. Lægðin sem veldur úrkomu og vindi í dag (fimmtudag) hefur þá hörfað frá landinu og vindur er orðinn hægur í miðju veðrahvolfi og heldur norðaustlægari en er í dag. Litirnir sýna þykktina, en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hærri er hitinn. 

Hlý hæð er fyrir norðaustan land, en hóflega hlý, nægilega til að flækjast fyrir aðsókn Stóra-Bola og annarra kuldavalda - einmitt eins og líklegt er að flestir vilji - nema þessir útlendu kuldafylgjendur sem stöðugt naga á netheimum. Það er helst að lítilsháttar kuldasveipir komi yfir okkur úr austri - sem er mun mildari kostur heldur en kuldaaðsókn úr vestri eða norðri. Meginröstin er langt suður í hafi - eins og lengst af í vetur. Kuldapollurinn Stóri-Boli er nokkuð áberandi - en er á sínum stað. Það er eins og oftast í vetur að norðurhvelið hefur vart haft efni á því að halda úti tveimur öflugum kuldapollum í einu - svo mikil hafa vetrarhlýindi á norðurhveli verið. 

Við skulum samt hafa bakvið eyrað að kuldapollar eru kuldapollar - og þótt hlýtt sé í heiminum eru alltaf möguleikar á annarskonar lausnum í kuldaútgerð, t.d. þarf í sjálfu sér ekki að þrengja heimskautarastarhringinn mikið til að alveg verði nægur kuldi á lager til tvöfaldrar útgerðar. Þetta er nú allt saman glannalega orðað hjá ritstjóranum - og ekki til sérstakrar eftirbreytni. Reynslan sýnir þó að veðurkerfin geta tekið upp á margskonar kúnstum - ekki öllum alveg eftir bókinni (fyrr en eftirá - þegar hún hefur verið endurskrifuð). 


Bloggfærslur 8. mars 2024

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 86
  • Sl. sólarhring: 338
  • Sl. viku: 2853
  • Frá upphafi: 2427405

Annað

  • Innlit í dag: 68
  • Innlit sl. viku: 2556
  • Gestir í dag: 66
  • IP-tölur í dag: 66

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband