Hálfur mars

Fyrri hluti marsmánaðar hefur verið fremur hlýr. Meðalhiti í Reykjavík er +2,6 stig, +2,0 stigum yfir meðallagi sömu daga áranna 1991-2020 og +1,8 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Hitinn raðast í fjórðahlýjasta sæti aldarinnar (af 24), þó langt neðan við hlýjasta fyrri hlutann 2004, en þá var meðalhiti +6,0 stig. Kaldast var í mars í fyrra, meðalhiti þá -3,2 stig. Á langa listanum er hiti nú í 24.hlýjasta sæti (af 152), hlýjast var 1964, meðalhiti +6,6 stig, en kaldast 1891, meðalhiti -7,7 stig (munar meir en 14 stigum).
 
Á Akureyri er meðalhiti nú 0,5 stig, raðast í 34. hlýindasæti af 89.
 
Að tiltölu hefur verið hlýjast við Breiðafjörð, þar er hitinn í þriðjahlýjasta sæti það sem af er öldinni, en kaldast (að tiltölu) hefur verið á Austfjörðum, hiti raðast þar í 11. hlýjasta sætið (af 24).
 
Á einstökum veðurstöðvum eru jákvæð vik mest á heiðum og fjöllum á Vestfjörðum og Vesturlandi. vikið miðað við síðustu tíu ár er +2,9 stig á Miðfitjahól á Skarðsheiði og á Þverfjalli. Að tiltöku hefur verið kaldast á Dalatanga, +0,1 stig ofan tíuárameðaltalsins.
 
Úrkoma hefur mælst 24,5 mm í Reykjavík, rúmlega helmingur meðaltals. Á Akureyri hafa mælst 24,2 mm og er það nærri meðallagi. Á Dalatanga hafa mælst 79,6 mm sem er þriðjungur umfram meðallag.
 
Sólskinsstundir hafa mælst 77,3 í Reykjavík og er það 27,9 stundum umfram meðallag. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 48,9 og er það 20 stundir umfram meðallag.

Bloggfærslur 16. mars 2024

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 82
  • Sl. sólarhring: 334
  • Sl. viku: 2849
  • Frá upphafi: 2427401

Annað

  • Innlit í dag: 64
  • Innlit sl. viku: 2552
  • Gestir í dag: 62
  • IP-tölur í dag: 62

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband