Fyrstu 20 dagar febrúarmánaðar

Fyrstu 20 dagar febrúar hafa verið kaldir að þessu sinni - þrátt fyrir hlýindasprett nú í nokkra daga. Meðalhiti í Reykjavík er -1,1 stig, -1,8 stigi neðan meðallags 1991 til 2020 og -1,7 neðan meðallags síðustu tíu ára. Hitinn raðast í 22. hlýjasta sæti aldarinnar (af 24). Kaldastir voru sömu dagar árið 2002, meðalhiti þá -2,3 stig, en hlýjastir voru þeir 2017, meðalhiti +4,1 stig. Á langa listanum raðast hitinn nú í 105. hlýjasta sæti (af 152). Kaldast var 1892, -4,8 stig, en hlýjast 1965, meðalhiti +4,8 stig.
 
Á Akureyri er meðalhiti fyrstu 20 daga mánaðarins -3,2 stig og raðast í 68. hlýjasta sæti síðustu 89 ára. Kaldast var 1969, meðalhiti þá -7,4 stig.
 
Að tiltölu hefur verið kaldast á Austfjörðum, þar eru dagarnir 20 þeir næstköldustu á öldinni, en hæst raðast meðalhitinn á Norðurlandi eystra, í 20. sæti (fimmtakaldasta).
 
Á einstökum veðurstöðvum hefur að tiltölu verið kaldast á Sauðárkróksflugvelli, hiti þar -3,5 stig neðan meðallags síðustu tíu ára, en hlýjast hefur verið við Miðfitjahól á Skarðsheiði. Þar hefur hiti verið -0,6 stigum neðan meðallags.
 
Úrkoma hefur mælst 33,1 mm í Reykjavík og er það um helmingur meðalúrkomu. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 63,4 mm (óstaðfest). Það er um 70 prósent umfram meðallag.
 
Sólskinsstundir hafa mælst 55 í Reykjavík og er það 16,6 stundum umfram meðallag. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 24,9.
 
Segja má að vel hafi farið með veður í mánuðinum.

Bloggfærslur 21. febrúar 2024

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg160424b
 • w-blogg160424a
 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.4.): 440
 • Sl. sólarhring: 615
 • Sl. viku: 2533
 • Frá upphafi: 2348400

Annað

 • Innlit í dag: 392
 • Innlit sl. viku: 2225
 • Gestir í dag: 376
 • IP-tölur í dag: 360

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband