Órólegt - en ekki illkynja

Nú (laugardag 17.febrúar) hefur hlýnađ talsvert á landinu og útlit fyrir hláku á láglendi viđast hvar á landinu í fáeina daga. Mjög djúpar lćgđir eru á ferđ, en svo virđist sem ţćr missi afl áđur en ţćr ná til landsins - úrkomu- og vindakerfi ţeirra fara ţó hjá. Ţegar ţetta er skrifađ er úrkomusvćđi einmitt ađ fara yfir landiđ - ţađ rignir talsvert sums stađar á Suđurlandi, en vindur er ekki verulegur nema rétt á stöku stađ. Lćgđin grynnist svo ört ađ hún verđur alveg horfin á morgun - en ţá á svipađ ađ gerast.

w-blogg170224a

Kortiđ gildir kl.18 síđdegis á morgun (sunnudag). Ţá er ný lćgđ á Grćnlandshafi og úrkomusvćđi hennar ađ koma upp ađ landinu. Lćgđin grynnist hins vegar mjög ört og verđur alveg horfin fyrir hádegi á mánudag. Á kortinu er mjög öflug lćgđ viđ Nýfundnaland. Fárviđri er spáđ sunnan lćgđarinnar og á ţrýstingur í miđju hennar ađ fara niđur undir 950 hpa á mánudaginn. - En ţađ er sama međ ţessa lćgđ og ţá fyrri ađ úr henni verđur mestallur kraftur ţegar kerfiđ nćr hingađ. Ţađ á ađ gerast síđdegis á mánudag. 

Snemma á ţriđjudagsmorgun segir evrópureiknimiđstöđin ađ stađan verđi sú sem sýnd er á kortinu hér ađ neđan.

w-blogg170224b

Lćgđin er risastór, um 952 hPa í miđju, en vindur hér á landi samt lítill og veđur meinlítiđ, sennilega skúrir eđa slydduél, snjóél til fjalla. Oft er stađa sem ţessi mjög varasöm og hér fyrr á árum hefđi ritstjóri hungurdiska veriđ mjög órólegur yfir henni. Örvarnar benda á tvö kerfi. Ţađ yrđi hiđ versta mál féllu ţau saman - en spár allra reiknimiđstöđva fullyrđa ađ svo verđi ekki. Nú er svo komiđ ađ ţriggja daga veđurspár reiknimiđstöđva hafa langoftast rétt fyrir sér í málum sem ţessu. Ritstjórinn ćtti ţví ađ vera rólegur. 

Sé fariđ í smáatriđi framhaldsins kemur reyndar í ljós ađ samkomulagiđ er ekki algjört. Ţessi ákveđna reikniruna reiknimiđstöđvarinnar lćtur nyrđra kerfiđ renna til norđausturs og síđan norđurs rétt viđ vesturströndina - án verulegra vinda ţó. Bandaríska veđurstofan lćtur kerfin tvö ná lítilsháttar samspili - ţannig ađ nyrđra kerfiđ dregst ađeins í suđur og dýpkar meira - og fer síđan sem allkröpp lćgđ til norđausturs skammt vestur af Fćreyjum. Ađrar spár má finna međ einhverri blöndun ţessara tveggja lausna. 

En alla vegar er rétt ađ fylgjast vel međ - ekki má miklu muna. Frekara framhald er svo heldur óljóst - en samt virđast stórviđri ólíkleg - ţetta sé ekki illkynja. Vonandi er ţađ rétt. 


Bloggfćrslur 17. febrúar 2024

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg160424b
 • w-blogg160424a
 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.4.): 424
 • Sl. sólarhring: 622
 • Sl. viku: 2517
 • Frá upphafi: 2348384

Annađ

 • Innlit í dag: 378
 • Innlit sl. viku: 2211
 • Gestir í dag: 366
 • IP-tölur í dag: 347

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband