Smávegis af nóvember 2024

Eins og margir muna var veđurfar í nýliđnum nóvember alveg tvískipt. Fyrri hluti mánađarins [3. til 14.] var sérlega hlýr, en síđan kólnađi ađ mun og fáeinir dagar urđu meira ađ segja óvenjukaldir. Svipađ á viđ um dreifingu úrkomu um landiđ. Ţetta ţýđir ađ mánuđurinn varđ ekki fjarri međallagi í heild. Um hita á einstökum stöđvum og margskonar meiri fróđleik má lesa í yfirliti Veđurstofunnar (á vef hennar).

Viđ lítum (eins og oft áđur) á stćrri drćtti. 

w-blogg031224a

Hér má sjá hćđ 500 hPa-flatarins (heildregnar línur) međalţykkt (daufar strikalínur) og ţykktarvik (litir). Hlýindi voru ađ međaltali ríkjandi á nćr öllu ţví svćđi sem kortiđ nćr yfir. Ađeins smáblettur yfir Grćnlandi ţar sem ţykktin (hiti) var lítillega undir međallagi. Neikvćđa vikiđ er heldur meira áberandi á hitavikakorti 850 hPa-flatarins, rétt eins og í október. Ţrátt fyrir hiđ tvískipta eđli mánađarins var vindátt mjög eindregiđ úr vestri, yfir međallagi raunar. Sunnanţátturinn var nćrri međallagi mánuđinn í heild. 

Ef taka má mark af greiningu evrópureiknimiđstöđvarinnar var sjór nokkuđ kaldur á allstóru svćđi fyrir norđan og austan land. Ţetta má sjá á kortinu ađ neđan.

w-blogg031224b

Á ljósgulu og ljósbláu svćđunum er hiti nćrri međallagi (ómarktćkt ofan eđa neđan viđ).  Hitavikin sem sett eru á hin hefđbundnu hafíssvćđi vestur undir Grćnlandi eru óviss (ţađ er erfitt ađ reikna áreiđanleg međaltöl á slíkum svćđum). Ritstjórinn hallast ađ ţví ađ litli blái bletturinn undan Suđvesturlandi sé raunverulegur - af ţá völdum uppdráttar sjávar í norđanáttinni síđari hluta mánađarins. Ekki er gott ađ segja hvađ veldur ţessum neikvćđu hitavikum fyrir norđan og austan. Ţví miđur sjást ekki neinar mćlibaujur inni á ţessu svćđi - ţćr sem sjást eru austar. Ritstjórinn treystir sér ţví ekki til ađ vera međ neinar ágiskanir um ástćđur vikanna, en ţćr ástćđur gćtu veriđ af margvíslegum toga. Á heildina litiđ er hiti á kortsvćđinu vel yfir međallagi árstímans. 

Loftţrýstingur var vel ofan viđ međallag í mánuđinum sem var nokkuđ illviđrasamur, ekki ţó nćrri metum hvađ ţetta tvennt varđar.  

w-blogg031224c

Taflan hér ađ ofan sýnir ađ hann var í kaldasta ţriđjungi nóvembermánađa á öldinni vestan- og suđvestanlands, en annars í međallagi. Á Austurlandi ađ Glettingi var hann mjög nćrri ţví ađ komast í hlýjasta ţriđjung - og ţar međ teljast hlýr. Athugum ţó ađ hér er reiknađ fyrir heil spásvćđi - einstakar veđurstöđvar kunna ađ rađast á annan hátt (sjá yfirlit Veđurstofunnar). 

Ţökkum BP ađ vanda fyrir kortagerđina.  


Bloggfćrslur 3. desember 2024

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg031224c
  • w-blogg031224b
  • w-blogg031224a
  • w-blogg301124b
  • w-blogg301124b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 297
  • Sl. sólarhring: 387
  • Sl. viku: 1149
  • Frá upphafi: 2416714

Annađ

  • Innlit í dag: 281
  • Innlit sl. viku: 993
  • Gestir í dag: 267
  • IP-tölur í dag: 262

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband