Ársmeđalhiti á landsvísu (óformlega ţó)

Nú má reyna ađ slá á ársmeđalhita í byggđum landsins. Ţađ sem hér birtist er ţó óformleg niđurstađa ritstjóra hungurdiska. Hann lćtur Veđurstofuna um ađ koma međ nákvćmari tölur fyrir einstakar veđurstöđvar - og fleiri niđurstöđur.

Ársmeđalhitinn 2024 stendur nú í 3,4 stigum. Ţađ er -0,6 stigum neđan međallags áranna 1991 til 2020 (eđa 0,5 allt eftir ţví hvernig stendur á öđrum aukastaf í endanlegu uppgjöri). Hitinn er -1,0 stigi neđan međallags síđustu tíu ára. Áriđ er ţví ţađ kaldasta síđan 1998, en ţá var sjónarmun kaldara en nú. Kaldasta í 26 ár. Segja má ađ ţetta sé ţví kaldasta ár allra íbúa landsins undir ţrítugu (nema ađ ţeirra sem voru sérlega veđurnćmir fyrstu ćviárin). Ritstjóri hungurdiska telur hins vegar 23 kaldari ár á sinni ćfi - og nokkur međ sama hita ađ auki. 

Viđ skulum til gamans líta á tvćr myndir (smáatriđin eru hálfgert klám - en ađalatriđi koma vel fram).

w-blogg271224aa

Hér má sjá hita á landinu síđustu 200 árin - (fyrstu 50 ađ vísu nćsta ónákvćm). Fyrsta áriđ, 1823, er lengst til vinstri á myndinni, en 2024 lengst til hćgri. Litamerkingar eru ţannig ađ 20 hlýjustu árin eru rauđ. Ţessi öld, sú 21., hefur stoliđ ţeim langflestum, en fáein ár á tímabilin 1928 til 1964 verjast ţó enn. Afgangur hlýjasta ţriđjungs áranna (um 48 ár) eru merkt međ bleikrauđum lit. Finna má slatta af slíkum á hlýskeiđi 19. aldar, fyrir 1860. Viđ viljum trúa ţví. Tuttugu köldustu árin eru merkt međ dökkbláum lít. Ađeins eitt ár í okkar minni fćr hann, áriđ 1979. Afgangur kaldasta ţriđjungs áranna (um 48 ár) er gefinn daufur blár litur. Hafísárin skera sig ţar úr í minni okkar gamlingjanna. Afgangur áranna (um 67) fékk ekki lit - en myndaforritiđ ákvađ hins vegar ađ gera ţau gráleit - (ritstjórinn nennir ekki ađ eiga viđ ţađ - spillir í sjálfu sér ekki meginatriđum). Áriđ í ár verđur ţannig grátt og guggiđ - er međalár miđađ viđ allt tímabiliđ. 

Viđ lítum líka á ađra mynd. Ţar má sjá sömu liti og sömu skiptingu nema ađ allir mánuđir eru saman á myndinni.

w-blogg271224a

Hér sjást hlýskeiđin ţrjú mćta vel - en ţađ er samt misjafnt hvernig ţau birtast í einstökum mánuđum. Einnig kuldaskeiđin. Ţađ eru ekki margir bláir blettir á ţessari öld. Ađeins tveir eru dökkbláir, september 2005 og desember 2022. Bláir blettir aldarinnar eru alls 20 talsins á 24 árum. Áriđ í ár, 2024 státar tveimur bláum blettum, í september og október. Ţađ fćrđi okkur hins vegar ţrjá bleika, mars, maí og júlí. 

Ţetta segir okkur auđvitađ ekkert um framtíđina - jafnvel ţótt augun kunni ađ finna alls konar mynstur á myndunum - sum smáatriđi mega kannski teljast merkingarbćr, en ţađ er í reynd mjög erfitt ađ heyra ákveđna tóna í niđ vestanvindafljótsins. 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Bloggfćrslur 27. desember 2024

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia
  • w-blogg261224d
  • w-blogg261224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.12.): 311
  • Sl. sólarhring: 603
  • Sl. viku: 3319
  • Frá upphafi: 2424168

Annađ

  • Innlit í dag: 295
  • Innlit sl. viku: 3031
  • Gestir í dag: 285
  • IP-tölur í dag: 280

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband