Hálfur nóvember 2024

Fyrri hluti nóvembermánaðar (2024) var óvenjuhlýr. Meðalhiti í Reykjavík var +6,5 stig, sá næsthæsti á öldinni (það sem af er), sjónarmun hlýrra var 2022 (6,7 stig). Fyrri hluti nóvember 2010 var sá kaldasti, meðalhiti þá -0,5 stig. Á langa listanum er hitinn í fjórðahlýjasta sæti (af 151), hlýjast var 1945, meðalhiti sömu daga í Reykjavík þá 8,2 stig. Kaldast var hins vegar 1969, meðalhiti þá -2,6 stig.
 
Á Akureyri er meðalhiti fyrri hluta nóvember +6,7 stig, það næsthlýjasta síðustu 89 árin - lítillega hlýrra var 1956, en kaldast 1969.
 
Þetta er hlýjasti fyrri hluti nóvember það sem af er öldinni (24 ár) við Breiðafjörð, á Vestfjörðum og á Ströndum og Norðurlandi vestra. Á öðrum spásvæðum er hann næsthlýjastur.
 
Hitavik eru jákvæð um land allt, miðað við síðustu tíu ár. Stærsta vikið er á Torfum í Eyjafirði, hiti +5,3 stigum yfir meðallagi, en minnst er vikið á Fonti, þar er það +1,1 stig.
 
Úrkoma er í meira lagi um landið vestanvert, sérstaklega þó við Breiðafjörð og á Vestfjörðum, en úrkomulítið hefur verið Austanlands. Í Reykjavík hafa mælst 75,5 mm og er það um 60 prósent umfram meðalúrkomu. Á Akureyri hafa hins vegar aðeins mælst 6,2 mm og er það um fimmtungur meðaltals. Á Dalatanga hafa mælst 20,1 mm - einnig fimmtungur meðaltals.
 
Sólskinsstundir hafa mælst 10,3 í Reykjavík, um 15 færri en í meðalári. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 18,8, 8 fleiri en í meðalári.
 
 
Hitametin sem sett voru á þessum tíma verða minnisstæð. Nýtt landshámarkshitamet nóvembermánaðar og ógrynni meta á einstökum stöðvum. Nokkuð illviðrasamt hefur verið.
 
Nú á að skipta um til hægari vinda og kaldara veðurlags. Hversu lengi það endist er óvíst.

Bloggfærslur 16. nóvember 2024

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii
  • w-blogg141124b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 392
  • Sl. sólarhring: 400
  • Sl. viku: 2786
  • Frá upphafi: 2411412

Annað

  • Innlit í dag: 331
  • Innlit sl. viku: 2398
  • Gestir í dag: 305
  • IP-tölur í dag: 300

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband