Íslenska sumrinu lýkur

Fyrsti vetrardagur er á laugardaginn kemur (26.október) og óhćtt ađ reikna međalhita liđins sumars - allt frá sumardeginum fyrsta, en hann bar upp á 25.apríl í ár (2024). Ađ vísu lifa enn tveir dagar, en ţeir munu ekki hnika međalhitanum neitt sem heitir, ţótt ţađ gerist alloft ađ síđustu dagana hrekkur hitinn til á aukastaf - vegna upphćkkana - eđa niđurfellingar annars aukastafs (okkur smámunasömum til hrellingar).

Sumariđ var í kaldara lagi miđađ viđ ţađ sem veriđ hefur í tísku síđustu 25 árin.

w-blogg241024a

Međalhiti í byggđum landsins reiknast 7,1 stig og er ţađ -0,9 stigum neđan međallags síđustu tíu ára og -0,6 stigum neđan međallags 1991 til 2020. Nćstkaldasta sumarmisseri aldarinnar, 2015 var lítillega kaldara - en ekki marktćkt. Myndin nćr aftur til 1949. Ef vel er ađ gáđ má koma auga á strikalínu ţvert yfir myndina - neđan hennar hefur sumarhiti veriđ lćgri heldur en nú. Ţannig var flest ár frá og međ 1963 til 1999, enda er hiti sumarsins nú +0,3 stigum yfir međallagi sumra á tímabilinu 1961 til 1990. Langkaldast var 1979, en hlýjast 2010 - ţetta á viđ landiđ í heild. 

Í Reykjavík er međalhitinn 7,9 stig, sjónarmun kaldara var ţar 2018. Á Akureyri er međalhitinn 7,5 stig, rétt ofan viđ 2015 (sem margir muna). 

Viđ skulum líka (til tilbreytingar) reikna međalhita ţess sem viđ getum kallađ íslenska áriđ, vetrar- og sumarmisserin saman. Ţađ eru eitthvađ skiptar skođanir um ţađ hvenćr á ađ skipta um ár í íslenska tímatalinu - viđ gćtum gert hvort sem er. Hér reiknum viđ hitann frá fyrsta vetrardegi í fyrra til dagsins í dag - og fyrir önnur ár frá fyrsta vetrardegi til síđasta vetrardags áriđ á eftir. Til ţess ađ gera ţetta „rétt“ verđum viđ ađ vita hita hvers daga. Fyrir landiđ í heild náum viđ ađeins aftur til 1949. Byrjum á ađ líta á ţađ.

w-blogg241024b

Hér sjáum viđ ađ ţađ ár sem nú er nćrri liđiđ er afgerandi ţađ kaldasta á landinu aftur til aldamóta - og lćgri tölu höfum viđ ekki séđ síđan 1996-97, í 27 ár. Fólk man nú yfirleitt ekki veđur fyrstu ćviára sinna - ţannig ađ óhćtt mun ađ segja ađ varla nokkur undir 35 ára aldri muni jafnkalt ár. - En ţađ er eins og međ sumarhitann ađ á sjöunda og níunda áratugnum hefđi ţetta talist fremur hlýtt ár - og í góđu lagi á ţeim áttunda. Viđ sem komin erum á áttrćđisaldur munum kuldana auđvitađ eins og ţeir hefđu veriđ í gćr. 

Ađ međaltali munar um 0,3 stigum á ársmeđalhita í Stykkishólmi og á landinu, landmeđalhitinn er lítillega lćgri  - auđvitađ eru samt nokkur áraskipti, en mjög svipađ lag er á langtímasveiflum. Í Stykkishólmi vitum viđ daglegan hita allt aftur til hausts 1845 (nema haustiđ 1919) og getum ţví reiknađ ársmeđalhitann íslenska allt ţađ tímabil.

w-blogg241024c

Ţetta ćtti ađ vera orđin kunnugleg mynd hjá ţrautseigari hluta lesenda hungurdiska. Sá hluti myndarinnar sem nćr yfir árin frá 1950 er nćrri ţví eins og fyrri mynd - en hér getum viđ litiđ miklu lengra aftur. Viđ ţađ dettur leitnin úr +1,4 stigum á öld, niđur í +0,9 stig - sem sýnir ađ til ađ reikna leitni ţurfum viđ langan tíma, 75 ár duga ekki. Ađ auki segir leitnin sem slík ekkert um framtíđina.

En áriđ í ár hefđi veriđ hlýtt fyrir 1920 (strikalínan merkir međalhita ţess ţvert yfir myndina), en ţá var breytileiki hitans frá ári til árs líka mun meiri en hann hefur veriđ síđustu árin. Hafísnum er venjulega kennt um. Nćrvera hans stingur inn fáeinum ofurköldum mánuđum sem hver um sig hefur mikil áhrif á međalhitann, jafnvel ţótt ađeins sé um staka mánuđi ađ rćđa ţar sem slíkt ástand ríkir hverju sinni. Undantekning var veturinn 1880 til 1881 - frostaveturinn mikli - ţegar ísinn hafđi ţessi ofuráhrif marga vetrarmánuđi í röđ - fleiri heldur en t.d. 1917 til 1918 eđa 1865 til 1866. Međalhiti ţessa kalda árs var rétt ofan frostmarks í Stykkishólmi. 

En eins og sagđi hér ađ ofan er framtíđin frjáls. 


Bloggfćrslur 24. október 2024

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Feb. 2025
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010225b
  • w-blogg010225a
  • w-blogg290125d
  • w-blogg290125c
  • w-blogg290125b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 70
  • Sl. sólarhring: 709
  • Sl. viku: 1972
  • Frá upphafi: 2438783

Annađ

  • Innlit í dag: 63
  • Innlit sl. viku: 1808
  • Gestir í dag: 62
  • IP-tölur í dag: 62

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband