Hálfur október 2024

Fyrri hluti október 2024 hefur veriđ óvenjukaldur hér á landi (ţótt vel hafi fariđ međ veđur). Međalhiti í Reykjavík er +3,2 stig, -2,8 stigum neđan međallags áranna 1991 til 2020 og -3,0 neđan međallags sömu daga síđustu tíu árin. Ţetta er ţví kaldasti fyrri hluti október ţađ sem af er öldinni (af 24). Hlýjastir voru ţessir sömu dagar hins vegar áriđ 2010 ţegar međalhiti var 9,5 stig. Á langa listanum rađast hitinn í 135. hlýjasta sćti (af 151). Hlýjast var 1959, međalhiti ţá 10,2 stig, en kaldast var 1981, međalhiti ţá -0,7 stig (nćrri fjórum stigum kaldara en nú).
 
Á Akureyri er međalhiti fyrri hluta október +0,2 stig og er ţađ -4,6 stigum neđan međallags 1991 til 2020 og -4,9 stigum neđan međallags síđustu tíu ára, og ţađ ţriđjakaldasta síđustu 89 árin (kaldara var 1981 og 1968).
 
Ţetta er kaldasti fyrri hluti október ţađ sem af er öldinni á öllum spásvćđum nema Vestfjörđum, ţar er hann nćstkaldastur.
 
Hitavik er stórt um land allt, minnst í Surtsey, -2,1 stig miđađ viđ síđustu tíu ár, en mest í Ásbyrgi, -5,4 stig.
 
Úrkoma hefur mćlst 19,9 mm í Reykjavík. Ţađ er um 40 prósent međallags, en hefur 20 sinnum mćlst minni sömu daga (126 ára mćlingar). Á Akureyri hefur úrkoman mćlst 19,7 mm og er ţađ um helmingur međallags. Á Dalatanga hefur úrkoman mćlst 43,1 mm og er ţađ um 40 prósent međallags.
 
Sólskinsstundir hafa mćlst 85,1 í Reykjavík, 39 stundir umfram međallag og hafa ađeins tvisvar mćlst fleiri sömu daga, ţađ var 1981 og 1966. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mćlst 38,2 og er ţađ um 9 stundum umfram međallag.
 
Nú hefur orđiđ ákveđin breyting á veđurlagi - heldur slegiđ á kuldann. Hvort sú breyting endist skal látiđ ósagt hér.

Bloggfćrslur 16. október 2024

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2024
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg151024c
  • w-blogg151024b
  • w-blogg1501024a
  • w-blogg1501024b
  • w-blogg151024b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.10.): 470
  • Sl. sólarhring: 536
  • Sl. viku: 2532
  • Frá upphafi: 2401880

Annađ

  • Innlit í dag: 393
  • Innlit sl. viku: 2258
  • Gestir í dag: 372
  • IP-tölur í dag: 363

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband