Fyrstu tíu dagar októbermánaðar 2024

Fyrstu tíu dagar októbermánaðar hafa verið svalir hér á landi - þótt segja megi að vel hafi farið með veður. Meðalhiti í Reykjavík er 4,3 stig, -1,7 stigum neðan meðallags áranna 1991 til 2020 og -2,0 stigum neðan meðallags sömu daga síðustu tíu ára. Raðast reykjavíkurhitinn í 21. hlýjasta sæti aldarinnar (af 24) - þrisvar hefur verið kaldara, kaldast 2009 þegar meðalhitinn var 2,6 stig. Hlýjastir voru þessir sömu dagar aftur á móti 2002, meðalhiti þá 9,7 stig. Á langa listanum raðast hitinn í 114. hlýjasta sæti (af 151), hlýjast var 1959, meðalhiti daganna tíu þá 11,0 stig, en kaldastir voru þeir 1981, meðalhiti +0,1 stig.
 
Á Akureyri er meðalhiti nú 2,3 stig, -2,8 stigum neðan meðallags 1991 til 2020 og -3,3 stig neðan meðallags síðustu tíu ára, í 77 sæti síðustu 89 ára.
 
Dagarnir tíu eru þeir næstköldustu á öldinni á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðausturlandi, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi, Hlýjast að tiltölu er á Vestfjörðum, þar hafa sömu dagar fimm sinnum verið kaldari það sem af er öldinni.
 
Hiti er neðan meðallags síðustu tíu ára um land allt. Minnst er neikvæða vikið í Bláfjöllum -1,1 stig, en mest í Ásbyrgi, -4,7 stig.
 
Úrkoma hefur mælst 16,8 mm í Reykjavík, um helmingur meðalúrkomu, en aðeins 6,4 mm á Akureyri, aðeins fimmtungur meðalúrkomu. Það hefur einnig verið mjög þurrt austur á fjörðum. Á Dalatanga hefur úrkoman mælst 22,6 mm og er það tæpur þriðjungur meðalúrkomu - og innan við 10 prósent meðalúrkomu hefur fallið í Hornafirði.
 
Sólskinsstundir hafa mælst 53,9 í Reykjavík, rúmlega 20 fleiri en að meðaltali - með því mesta sem gerist á þessum árstíma. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 18,2 og er það í meðallagi.
 
Loftþrýstingur hefur verið hár - hefur aðeins 10 sinnum verið hærri þessa sömu daga síðustu 203 ár.

Bloggfærslur 11. október 2024

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg151024c
  • w-blogg151024b
  • w-blogg1501024a
  • w-blogg1501024b
  • w-blogg151024b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.10.): 6
  • Sl. sólarhring: 144
  • Sl. viku: 2068
  • Frá upphafi: 2401416

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1871
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband