Smávegis af september 2024

September er nú liđinn (rétt einu sinni). Ađ ţessu sinni var hann í svalara lagi. Yfirleitt sá nćstsvalasti á landinu ţađ sem af er ţessari öld. Nokkru kaldara var í september 2005.

w-blogg011024a

Á Austurlandi ađ Glettingi og á Miđhálendinu rađast mánuđurinn nú í 21. hlýjasta sćti (3 kaldari) og á Suđausturlandi í 22. hlýjasta - á ţessum spásvćđum er september 2005 líka kaldastur. 

Ţađ er stutt öfganna milli. Loftţrýstingur í ágúst var ađ međaltali sá lćgsti sem viđ vitum um (mćlingar í 200 ár), en ţrýstingur í september var aftur á móti á međal ţess hćsta sem gerist - í 11. sćti ađ ofan taliđ (af 203) og hefur ekki mćlst jafnhár síđan 1976 - en munurinn á ţrýstingi nú og í september 2002 er ţó ómarktćkur. 

Stađan í háloftunum var líka harla óvenjuleg - á sinn hátt.

w-blogg011024b

Hér má sjá međalhćđ 500 hPa-flatarins í september og vik frá međaltalinu 1981-2010. Áttin er ákveđin úr vestri - (og rétt norđan viđ vestur). Lćgđasveigja er á jafnhćđarlínum - en liggur frá Grćnlandi - sem slćr á úrkomumöguleika. Ţađ er óvenjulegt ađ hćđin sé ţrátt fyrir ofan međallags - í svona mikilli lćgđasveigju. Trúlega stafar ţetta óvenjulega mikla jákvćđa vik á kortinu af almennri hlýnun lofthjúpsins - hún hćkkar 500 hPa-flötinn almennt. 

w-blogg011024c

Ţađ kemur líka á óvart - ţrátt fyrir svalann - ađ ţykktarvikin skuli vera jákvćđ yfir landinu (litir). Ţykktin mćlir sem kunnugt er hita í neđri hluta veđrahvolfs - hiti ţess hafur veriđ í eđa yfir međallagi ţrátt fyrir norđan- og vestanáttina - og lćgđasveijguna. Ritstjórinn man varla eftir svona nokkru - (en verđur ađ játa ađ hann hefur ekki enn leitađ af sér allan grun).

w-blogg011024d

Ţađ er fyrst ţegar komiđ er niđur í 850 hPa-flötinn (í um 1500 metra hćđ) sem kuldinn er farinn ađ gera vart viđ sig. Vikiđ viđ Norđurland er um -1 stig. Í Grímsey var hitavikiđ í mánuđinum -1,1 stig - miđađ viđ 1981-2010 (viđmiđunartímabil kortsins). Eins og fjallađ var um á hungurdiskum í gćr er hitavikiđ í sjávaryfirborđi heldur meira á ţessum slóđum. Annars hefur yfirleitt veriđ mjög hlýtt á ţví svćđi sem kortiđ sýnir - nema helst í Baskahéruđum Spánar. 

Svo er ákveđin rúsína í pylsuendanum. Á landinu í heild var september í ár kaldari heldur en maímánuđur, munađi um 0,5 stigum. Ţetta á ekki viđ allar stöđvar - nćgilega margar ţó til ađ koma fram í međaltalinu. Ţetta er ekki mjög algengt, gerđist síđast (međ naumindum ţó 1990), en 1985 var munurinn svipađur og nú. Mestur var ţessi munur 1918. Í Reykjavík munar nćr engu á mánuđunum, september rétt sjónarmun kaldari ţó (0,04 stigum). Gerđist síđast (međ meiri mun) 1990 - og mestur var munurinn 1918. Á Akureyri munar nú meir en 2 stigum á maí og september. Fara ţarf aftur til 1991 til ađ finna ţvílíkt og annađ eins, en ţađ ađ september sé kaldari heldur en maí er heldur algengara á Akureyri heldur en í Reykjavík.

Hvađ verđur svo nćst tíđinda?


Bloggfćrslur 1. október 2024

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2024
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg011024d
  • w-blogg011024c
  • w-blogg011024b
  • w-blogg011024a
  • w-blogg300924a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 602
  • Sl. sólarhring: 635
  • Sl. viku: 2534
  • Frá upphafi: 2397635

Annađ

  • Innlit í dag: 554
  • Innlit sl. viku: 2325
  • Gestir í dag: 509
  • IP-tölur í dag: 495

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband