Fyrstu tíu dagar janúarmánaðar

Meðalhiti fyrstu tíu daga janúarmánaðar er 3,5 stig í Reykjavík. Það er 2,7 stigum ofan meðallags sömu daga 1991 til 2020 og 2,6 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Hitinn raðast í 5. hlýjasta sæti á öldinni. Dagarnir tíu voru hlýjastir árið 2019, meðalhiti þá 4,9 stig, en kaldastir voru þeir 2001, meðalhiti -4,7 stig. Á langa listanum er hitinn nú í 14.hlýjasta sæti af 152. Hlýjast var 1972, meðalhiti 6,7 stig, en kaldast 1903, meðalhiti þá -7.7 stig. 

Á Akureyri reiknast meðalhiti nú 2,3 stig. Mannaðar hitamælingar (og flestar athuganir) lögðust þar af um áramótin. Smáerfiðleikar eru með samanburð við fyrri tíma - alla vega í bili og hér á hungurdiskum verður það ástand viðvarandi nú um skeið. 

Miðað við síðustu tíu ár hefur verið hlýjast á Vestfjörðum, þar raðast dagarnir tíu í þriðjahlýjasta sæti aldarinnar, en kaldast aftur á móti á Suðausturlandi þar sem þeir raðast í níundahlýjasta sætið. Á einstökum veðurstöðvum er jákvætt hitavik mest í Botni í Súgandafirði, +4,4 stig og +4,2 á Þverfjalli (þar í grennd). Neikvætt hitavik er mest á Fáskrúðsfirði, -0,3 stig og -0,1 á Eskifirði. 

Úrkoma mældist 13,7 mm í Reykjavík, um helmingur meðalúrkomu (það hefur eitthvað rétt sig í dag, þann 11.). Á Akureyri hefur úrkoman mælst 23,1 mm, rétt rúm meðalúrkoma sömu daga 1991 til 2020. 

Sólskinsstundir hafa aðeins mælst 0,1 í Reykjavík, -4,5 stundum neðan meðallags. Alloft hafa engar sólskinsstundir mælst þessa daga í Reykjavík. Sólarlaust hefur verið á Akureyri þessa daga (eins og oftast). 

Talsverðum viðsnúningi er spáð um og upp úr helgi og líklegt að hiti verði fljótur niður í meðallag, en við fylgjumst með hversu hratt það gerist. 

12.1. Leiðrétta þurfti innsláttarvillu - það hefur nú verið gert.


Bloggfærslur 11. janúar 2024

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg130925-ak-a
  • w-blogg130925a
  • w-blogg130925b
  • Slide8
  • Slide7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 132
  • Sl. viku: 1617
  • Frá upphafi: 2498591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1478
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband