Smávegis af desember

Eins og flestir lesendur hafa þegar frétt (eða fundið) var desembermánuður 2023 kaldur um land allt - alla vega miðað við tísku síðustu áratuga. Á landsvísu var meðalhitinn -2,3 stig sem er reyndar snöggtum hlýrra heldur en í fyrra en samt vel undir meðallagi. 

w-blogg100124b

Á Norðurlandi var þetta næstkaldasti desembermánuður það sem af er öldinni, en á öðrum spásvæðum er hann sá þriðji- eða fjórðikaldasti.

w-blogg100124a

Kortið sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins í mánuðinum en litir vik frá meðallagi. Hæðin var ekki fjarri meðallaginu hér á landi, en talsvert undir því í Skandinavíu sunnanverðri, en yfir því vestanhafs. Af legu vikanna má sjá að norðanátt var talsvert áleitnari heldur en í meðalári - þótt meðalvindáttin væri að vísu lítillega sunnan við vestur. Venjulega er áttin suðvestlæg í miðju veðrahvolfi í desember. Við megum líka taka eftir því að jafnhæðarlínurnar eru ekki sérlega þéttar við landið - þær eru mun þéttari sunnan við land, enda aðallægðabraut mánaðarins á þeim slóðum.

Við þökkum BP að vanda fyrir kortagerðina. 


Bloggfærslur 10. janúar 2024

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg160424b
 • w-blogg160424a
 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (18.4.): 85
 • Sl. sólarhring: 288
 • Sl. viku: 2327
 • Frá upphafi: 2348554

Annað

 • Innlit í dag: 76
 • Innlit sl. viku: 2039
 • Gestir í dag: 73
 • IP-tölur í dag: 73

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband