Smávegis af júlí síðastliðnum

Við lítum nú á stöðuna í háloftunum við Norður-Atlantshaf í júlí. 

w-blogg120823a

Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, jafnþykktarlínur (daufar) strikaðar, en þykktarvik sýnd með litum. Gulir og brúnir litir sýna jákvæð vik (hlýtt), en blá neikvæð (kalt). Lægð var viðloðandi í háloftunum austan við land mestallan mánuðinn og olli þrálátri norðanátt hér á landi. Gríðarleg hlýindi voru suðvestan við Grænland, en sérlega kalt á Bretlandseyjum, í Danmörku og þar um slóðir. Hlýtt suður við Miðjarðarhaf og nyrst í Noregi.

Við sjáum af legu jafnhæðarlínanna að áttin var úr hánorðri í miðju veðrahvolfi. Ef trúa má endurgreiningum er þetta einhver þrálátasti norðanáttarjúlí síðustu 100 ára. Nánasti háloftaættingi hans er júlí 2012, en þá var áttin öllu vestlægari í háloftunum heldur en nú - nægilega mikið til að þá náði verulegt sólskin til Norðurlands. Sumarið 2012 fékk almennt góða dóma hér á landi - en endaði með töluverðu „brothljóði“ - eins og margir muna e.t.v. Eftir óvenjulanga syrpu með 20 stiga hita á landinu sem náði fram að 20. ágúst kólnaði mjög og við tóku afleit næturfrost og síðan auðvitað septemberhríðin mikla á Norðausturlandi - allt heldur öfugsnúið eftir gott sumar. 

Fyrir utan þessi líkindi júlímánaðanna tveggja eru sumrin 2012 og 2023 hins vegar harla ólík - hvað sem svo síðar verður. Fjölbreytt efni var á hungurdiskum sumarið 2012 - og auðvelt fyrir áhugasama að rifja það upp með því að smella á mánaðalistann hér neðar og til vinstri hliðar. Við þökkum BP fyrir kortið. 


Bloggfærslur 12. ágúst 2023

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg160524a
  • w-blogg160524i
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 83
  • Sl. sólarhring: 99
  • Sl. viku: 1163
  • Frá upphafi: 2354688

Annað

  • Innlit í dag: 75
  • Innlit sl. viku: 1043
  • Gestir í dag: 71
  • IP-tölur í dag: 69

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband