Kuldapollur dagsins

Lítum á kuldapoll dagsins - svona til að beina athyglinni eitt augnablik frá jarðhræringum.

w-blogg050723a

Hann kom hratt norðaustan úr hafi - vel afmarkaður allt frá Norðuríshafi og hefur valdið svölu veðri hér á landi í gær og í dag - en þó ekki neinum aftökum. Leið hans liggur síðan áfram til suðvesturs, en á morgun mun hann taka slaufu á um það bil 57-60 gráðum norður - og síðan nálgast aftur. Þegar hann er kominn á þær slóðir verður háloftavindátt austlæg eða suðaustlæg hér á landi og hlýrra loft beinist í átt til landsins - alla vega talsvert hlýrra en er hér yfir í dag. Spár eru hins vegar ekki alveg sammála um hversu hlýtt verður um helgina. 

Eins og sjá má á kortinu er norðanáttin mjög stríð vestan við miðju kuldapollsins. Þetta sést vel á skýjum, sérstaklega þegar komið er í miðskýja- eða háskýjahæð, allt mjög fallega vindskafið, neðar nær uppstreymi frá sólhituðu landi líka að móts skýin og gera þau bólstralegri. Þegar vindur snýst til austurs leitar væntanlega einhver úrkoma til vesturs meðfram Suðurlandi - hversu mikil hún verður eða hversu langt hún nær er alveg óljóst.


Bloggfærslur 5. júlí 2023

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040524c
  • w-blogg040524b
  • w-blogg040524a
  • w-blogg020524b
  • w-blogg020524a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 143
  • Sl. sólarhring: 257
  • Sl. viku: 1229
  • Frá upphafi: 2352188

Annað

  • Innlit í dag: 131
  • Innlit sl. viku: 1117
  • Gestir í dag: 128
  • IP-tölur í dag: 128

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband