Smávegis af sólskini og þurrki

Að kvöldi 29.júlí hafði sólskinsstundafjöldi júlímánaðar í Reykjavík mælst 296,7 stundir, vantar aðeins tæpar 12 stundir upp á að fara fram úr metinu frá 1939. Ekki bætist mikið við í dag (30.), en kannski slatti á morgun (mánudag 31.) - alla vega nóg til að koma mánuðinum í „300-sólskinsstundaklúbbinn“. Það yrði að sumu leyti þægilegra fyrir okkur „metahirða“ að 1939-metið yrði ekki slegið.
 
Ástæða þess að svona er tekið til orða er breyting sú sem átt hefur sér stað á mælitækni - og ritstjóri hungurdiska hefur nokkrum sinnum fjallað um áður. Líkur benda til þess að hefði núverandi mælir verið notaður árið 1939 hefði hann mælt um 11 stundum meira yfir mánuðinn heldur en sá gamli (kannski - kannski ekki). Nýtt met á bilinu 308,5 og upp undir 320 er því hægt að vefengja sem slíkt (þótt það yrði auðvitað viðurkennt). Afar ólíklegt er (þegar þetta er skrifað) að 30. og 31. júlí skili samtals þeim 23 stundum sem þarf til að komast ótvírætt yfir gamla metið. Það er hins vegar ljóst að fjöldinn er nú þegar kominn nægilega vel yfir næsthæsta gildið til þessa (1970) til að tryggja annað sætið - með eða án mælitækjavangaveltna. - En við bíðum auðvitað spennt eftir tölunum. Í 300-stunda flokknum eru nú tíu mánuðir (1 júlí, 5 júnímánuðir og 4 maímánuðir - sá sólríkasti er júní 1928 þegar sólskinsstundirnar mældust 338,5.
 
Þurrkurinn er líka farinn að verða nokkuð óvenjulegur víða um landið vestan- og sunnanvert - allt frá Snæfellsnesi suður og austur um til Hornafjarðar. Gallinn hins vegar sá að erfitt er að staðfesta mælingar nema á örfáum stöðvum fyrr en skýrslur eru komnar í hús og yfirfarnar. Nokkur fjöldi sjálfvirkra mæla er í gangi - en yfirferð á þeim virðist í lamasessi og þar að auki talsverð vinna óunnin við samanburð (eru þessir nýju mælar að mæla það sama og þeir gömlu?). Þetta verður leyst - einhvern tíma.
 
Við vitum þó að þurrkmet júlímánaðar geta fallið á allmörgum veðurstöðvum, t.d. Keflavíkurflugvelli og Vatnsskarðshólum en á þeim stöðum hafa mælingar staðið nokkuð lengi. Einnig hefur mjög lítið rignt á Snæfellsnesi og þar í grennd og viðbúið að met falli - ef ekki rignir næstu daga. Mælt hefur verið á Hjarðarfelli í meir en 50 ár og þar gæti met fallið. Met eru einnig í hættu á allmörgum stöðvum þar sem athugað hefur verið í 25 til 30 ár - en eins og áður sagði verður það að bíða staðfestingar (og mánaðamóta). Þurrkmet verður ekki sett í Reykjavík og Stykkishólmi- en þó hafa ekki margir júlímánuðir verið þurrari en þessi á þeim stöðvum.
 
Færslan var aftur uppfærð um miðjan dag 30.júlí.

Bloggfærslur 27. júlí 2023

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040524c
  • w-blogg040524b
  • w-blogg040524a
  • w-blogg020524b
  • w-blogg020524a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 185
  • Sl. sólarhring: 283
  • Sl. viku: 1271
  • Frá upphafi: 2352230

Annað

  • Innlit í dag: 167
  • Innlit sl. viku: 1153
  • Gestir í dag: 162
  • IP-tölur í dag: 162

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband