Stutt kuldaskot

Allkröpp lægð gengur nú norður yfir landið austanvert. Henni fylgir stroka af köldu lofti og af ritstjórnarskrifstofu hungurdiska má sjá snjó niður í um 4-500 metra hæð í fjöllum - gæti farið neðar þegar kemur fram á nótt - enda úrkomuákefð töluverð. Veðurstofan hefur gefið út nokkrar gular viðvaranir, bæði vegna vinds og snjókomu. 

w-blogg130523a

Klukkan 9 í fyrramálið (sunnudag) á lægðin að vera komin norðaustur fyrir land. Þá verður hvassast, og úrkoma mest, á Norðurlandi vestanverðu eins og kort evrópureiknimiðstöðvarinnar sýnir. Lægðin heldur síðan áfram norðaustur í haf og veður skánar. Kuldinn sem fylgir þessari lægð er fremur grunnstæður, hans gætir mest í neðsta hluta veðrahvolfsins yfir landinu. Mesti háloftakuldinn fer framhjá, alveg fyrir sunnan land.

En - svo vill til að á mánudaginn kemur kalt háloftadrag beint úr vestri. Því fylgir ný lægð, meiri úrkoma og meiri kuldi.

w-blogg130523b

Hér er mánudagsspákortið. Fyrri lægði er komin norður til Jan Mayen og er að grynnast, en ný lægð er á hraðri leið til austurs yfir landið sunnanvert og henni fylgir kalt loft úr norðri. Sá má af kortinu eð úrkoma er allmikil um landið vestan- og sunnanvert. Sé rétt til getið um kuldann er ekki ólíklegt að það snjói nokkuð suður eftir Vesturlandi (ekki endilega þó á höfuðborgarsvæðinu) seint á aðfaranótt mánudags eða á mánudagsmorgunn. En það styttir upp og sólin verður væntanlega fljót að hreinsa til. 

w-blogg130523c

Síðasta kortið sýnir háloftalægðardragið og kuldann sem því fylgir. Á bletti yfir Vestfjörðum á hiti í 500 hPa að fara niður fyrir -36 stig, ekki er það met, en samt í óvenjulegra lagi þegar komið er fram í miðjan maí. 

En svo á að koma hlýrra loft að landinu strax á þriðjudag. 


Bloggfærslur 13. maí 2023

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júní 2023
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

  • w-blogg070623a
  • Slide16
  • Slide15
  • Slide14
  • Slide13

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.6.): 182
  • Sl. sólarhring: 431
  • Sl. viku: 2858
  • Frá upphafi: 2271224

Annað

  • Innlit í dag: 177
  • Innlit sl. viku: 2581
  • Gestir í dag: 174
  • IP-tölur í dag: 172

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband