Fyrstu 20 dagar marsmánaðar

Fyrstu 20 dagar marsmánaðar. Kuldinn heldur áfram. Meðalhiti í Reykjavík þessa daga er -3,0 stig, -3,7 stigum neðan meðallags áranna 1991 til 2020 og -4,4 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Þetta er langkaldasta marsbyrjun aldarinnar í Reykjavík, sú kaldasta síðan 1995. Á langa listanum er meðalhitinn í 136 hlýjasta sæti (af 151). Hlýjastir voru þessir dagar 1964, meðalhiti þá 6,4 stig, en kaldastir voru þeir 1891, meðalhiti -5,8 stig.
 
Á Akureyri er meðalhiti þessa daga -5,3 stig, -4,8 stigum neðan meðallags 1991 til 2020 og -5,6 stigum neðan meðaltals síðustu tíu ára.
 
Dagarnir eru að meðaltali þeir köldustu á öllum spásvæðum. Miðað við síðustu tíu ár er hitavikið minnst á Gufuskálum, -3,4 stig, en mest á Sátu (norðan Hofsjökuls) og á Torfum í Eyjafirði, -6,5 stig.
 
Sérlega þurrt hefur verið um landið sunnan- og vestanvert. Úrkoma í Reykjavík aðeins mælst 1,7 mm, sú þriðjaminnsta sem við vitum um um sömu daga (á eftir 1962 og 1937). Á Akureyri hefur úrkoman mælst 28,1 mm og er það um 80 prósent meðalúrkomu.
 
Sólskinsstundir hafa mælst 149,3 í Reykjavík það sem af er mánuði og hafa aldrei mælst jafnmargar eða fleiri sömu daga. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 55,6 og er það í ríflegu meðallagi.
 
Loftþrýstingur hefur verið óvenjuhár. Meðaltalið er nú 1919,6 hPa, það áttundahæsta sömu almanaksdaga frá upphafi mælinga (202 ár).
 
Harla óvenjulegt allt saman.
 

Bloggfærslur 21. mars 2023

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 197
  • Sl. sólarhring: 198
  • Sl. viku: 1821
  • Frá upphafi: 2349781

Annað

  • Innlit í dag: 178
  • Innlit sl. viku: 1649
  • Gestir í dag: 171
  • IP-tölur í dag: 168

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband