Og hvađ nćst?

Stađa veđrakerfa hefur veriđ nokkuđ lćst upp á síđkastiđ. Norđan- eđa norđvestanátt ríkjandi í háloftum, og norđan- og norđaustanátt í mannheimum. Bjartviđri og ţurrkur hefur veriđ ríkjandi um stóran hluta landsins, nema hvađ á Norđaustur- og Austurlandi hefur snjóađ nokkuđ. Óvenjukalt hefur veriđ í veđri - en í sjálfu sér illviđralaust. Vindur hefur ekki veriđ teljandi nema dag og dag austan- og suđaustanlands. 

Nú er komiđ ađ ákveđinni breytingu (ađ sögn reiknimiđstöđva). Vindur snýst á morgun (fimmtudag 16.mars) til vesturs og síđar suđvesturs í háloftum - međ ţeim afleiđingum ađ veđriđ breytist. Frostiđ minnkar heldur og úrkomulíkur aukast verulega um landiđ suđvestanvert. Síđdegis á föstudag verđur sunnanáttin í háloftunum orđin ákveđin. 

w-blogg150323a

Kortiđ sýnir stöđuna í 500 hPa-fletinum á föstudagskvöld (17.mars). Ţá er háloftalćgđardrag skammt vestan viđ land. Vestan viđ ţađ er hvass norđvestanstrengur (sjá vindörvar), en ákveđin sunnan átt yfir Íslandi. Í neđri lögum lćđist loft úr austri í átt ađ lćgđardraginu, međfram suđurströnd landsins. 

w-blogg150323b

Nćsta mynd sýnir sjávarmálsţrýsting (heildregnar línur) - hann sjáum viđ betur á síđustu myndinni. Hér einbeitum viđ okkur ađ litunum. Ţeir gefa til kynna uppstreymi (bláir litir) og niđurstreymi (brúnir litir) í um 3 km hćđ (700 hPa) - í ţeirri hćđ er úrkomumyndun gjarnan áköfust. Ţví dekkri sem blái liturinn er ţví ákafara er uppstreymiđ. Einingin er einkennileg, Pa/s, ţeir sem stćkka myndina geta greint töluna -4,3 í miđju bláu klessunnar suđur af Reykjanesi. Ţar lyftist loftiđ um 4,3 Pascal á sekúndu - ritstjóranum sýnist ţađ í fljótu bragđi samsvara um 40 cm á sekúndu lyftingu (ekki nákvćmlega reiknađ) - afskaplega ákveđin hreyfing. Viđ ţetta kólnar loftiđ auđvitađ og raki fellur út - sem snjór. 

w-blogg150323c

Hér eru upplýsingarnar komnar inn á hefđbundnara veđurkort. Jafnţrýstilínur eru heildregnar. Ţćr eru heldur gisnar, enda er vindur ekki mikill. En viđ sjáum mjög greinilegt lćgđardrag sem teygir stig úr suđsuđaustri inn yfir Reykjanes og ţađan norđur um Dali og Húnaflóa, allt til Jan Mayen. Grćnu og bláu litirnir sýna úrkomumagn síđustu 3 klukkustundir. Á dökkbláa svćđinu er ţađ á bilinu 10-15 mm. Ţađ er auđvitađ mikiđ, samsvarar lauslega 10-15 cm snjó. 

Ţegar ţetta er skrifađ - á miđvikudagskvöldi - eru enn tveir sólarhringar í ţann tíma sem kortin vísa á. Ekki alveg víst ađ allt fari eins og reiknilíkön sýna. Bćđi stađsetning úrkomunnar, ákefđ hennar og svo heildarmagn er ekki neglt niđur. Viđ vitum heldur ekki fyrir víst hvort ţetta er allt snjór - eitthvađ gćti veriđ blautara. Höfum ţetta allt í huga.

En í fortíđinni ţekkjum viđ fjölmörg ámóta dćmi. Mikiđ snjóar á fremur takmörkuđu svćđi - minna (en samt eitthvađ) á stćrra. Mestu öfgarnar gera annars vegar ráđ fyrir 50-60 cm snjó, en hins vegar engum. Ritstjóri hungurdiska tekur enga afstöđu til ţess (frekar en venjulega). Fyrir utan ţessa milliţáttahugleiđingu veđurlagsins er síđan gert ráđ fyrir óbreyttri tónskipan - norđanátt og frosti svo langt og séđ verđur. 


Bloggfćrslur 15. mars 2023

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg160424b
 • w-blogg160424a
 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.4.): 295
 • Sl. sólarhring: 623
 • Sl. viku: 2388
 • Frá upphafi: 2348255

Annađ

 • Innlit í dag: 263
 • Innlit sl. viku: 2096
 • Gestir í dag: 259
 • IP-tölur í dag: 245

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband