Fyrstu 20 dagar desembermánaðar

Meðalhiti fyrstu 20 daga desembermánaðar er +0,2 stig í Reykjavík, -0,8 stigum neðan meðallags sömu daga 1991 til 2020 og -0,5 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Raðast meðalhitinn nú í 15.hlýjasta sæti aldarinnar. Hlýjastir voru þessir sömu dagar 2016, meðalhiti þá +5,6 stig, en kaldastir 2011, meðalhiti þá -2,8 stig. Á langa listanum raðast hiti nú í 78. hlýjasta sæti (af 150). Hlýjast var 2016, en kaldast 1886, meðalhiti þá -5,6 stig.
 
Á Akureyri er meðalhiti nú -3,6 stig það sem af er mánuði. Er það -3,2 stigum neðan meðallags 1991 til 2020 og -2,8 stig neðan meðallags síðustu tíu ára. Athuga ber að fáeinar athuganir vantar á Akureyri.
 
Á Ströndum og Norðurlandi vestra, og á Norðausturlandi er þetta þriðjakaldasta desemberbyrjun á öldinni, en hlýjast að tiltölu hefur verið á Suðurlandi þar sem meðalhiti er í 14.hlýjasta sæti.
 
Á einstökum veðurstöðvum hefur verið hlýjast að tiltölu á Stórhöfða og í Surtsey, hiti þar +0,6 stig ofan meðallags síðustu tíu ára. Kaldast hefur verið á Sauðárkróksflugvelli og Gauksmýri þar sem hiti hefur verið -3,9 stig neðan meðallags síðustu tíu ára.
 
Framan af mánuði var sérlega þurrt á Vesturlandi. Nú hefur úrkoman rétt sig af og hefur mælst 56,7 mm í Reykjavík og er það í meðallagi. Á Akureyri hefur enn verið fremur þurrt, þar hafa mælst 19,9 mm sem er innan við helmingur meðallags. Á Dalatanga hafa mælst 25,8 mm og er það innan við þriðjungur meðallags.
 
 
Síðustu 10 daga hefur verið alveg sólarlaust í Reykjavík þannig að sólskinstundir mánaðarins eru enn 22,1. Það er samt um 10 stundum umfram meðallags sömu daga.
 
Í öllum aðalatriðum er ekki annað hægt að segja en að vel hafi farið með veður það sem af er desember, nánast illviðralaust.

Bloggfærslur 21. desember 2023

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 39
  • Sl. sólarhring: 703
  • Sl. viku: 3788
  • Frá upphafi: 2428619

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 3380
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband