Lítið lát á

Fyrir um hálfum mánuði var hér á hungurdiskum sagt frá „hóflegri fyrirstöðu“ fyrir norðaustan land. Er átt við þaulsetna háloftahæð - sem ekki er sérlega öflug, en virðist ætla að verða afskaplega þaulsetin. Vindur er nú raunar heldur meiri en að undanförnu, en veðurlag að öðru leyti þrálátt - og til þess að gera meinlítið - úrkoma þó í meira lagi sums staðar fyrir austan og norðan suma daga - og jörð hér syðra orðin óþarflega vinveitt ryki og sandfoki.

w-blogg061123a

Kortið gildir síðdegis á þriðjudag. Hæðin enn fyrir norðaustan land og enn ein lægðin virðist ætla að brjótast til austurs talsvert fyrir sunnan land. Auðvitað herðir eitthvað á vindi af hennar völdum, en álitamál hvort úrkomusvæði hennar nær inn á Suðurland. 

Jafnhæðarlínur eru heildregnar á kortinu og segja okkur frá vindátt og vindstyrk, en þykktin er sýnd í lit. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs - hún er enn og áfram nokkuð mikil - yfir meðallagi árstímans - nægilega mikil til að halda hita á láglendi ofan frostmarks, blási vindur. Þegar lygnir er hiti hins vegar fljótur að lækka niður fyrir frostmark inni í sveitum. 

Spár gera ekki ráð fyrir miklum breytingum. Kortið hér að neðan sýnir tíudagameðalspá reiknimiðstöðvarinnar. Enga grundvallarbreytingu þar að sjá.

w-blogg061123b

Hér sýna litirnir ekki þykktina - heldur hæðarvik, hversu mikið hæð 500 hPa-flatarins víkur frá meðallagi. Eins og áður sagði er þetta ekki sérlega öflug hæð. Hún samt þannig að hún víkur ekki nema fyrir tilstilli annað hvort öflugra háloftavinda - eða þá tímans tönn, þá hægt og bítandi. Lægðirnar sem fara fyrir sunnan land gefa henni lítilsháttar fóður sem unnið hefur gegn niðurbroti hennar - sem auðvitað verður um síðir. 


Bloggfærslur 6. nóvember 2023

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg070125hb
  • w-blogg070125ha
  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 47
  • Sl. sólarhring: 594
  • Sl. viku: 3802
  • Frá upphafi: 2429224

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 3319
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband