Smávegis af október

Enn forðast heimshlýindin okkur - jú, við vorum raunar á landsvísu +0,5 stigum ofan meðalhitans 1961-1990, nákvæmlega í meðallegi 1991-2020 - og hvorki meira né minna en +1,3 stigum ofan meðallags októbermánaða áranna 1871-1900. 

w-blogg041123a

Kortið sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins (heildregnar línur), meðalþykkt (daufar strikalínur) og þykktarvik (1981-2010 - í lit). Þykktin er ekki fjarri meðallagi. Hlýindi voru ríkjandi víðast hvar á kortsvæðinu, mest þó vestur í Labrador og suður við Miðjarðarhaf. Kalt var í Skandinavíu, sérstaklega norðan til. Eins og sjá má var norðanátt þar ríkjandi. Jafnhæðarlínur eru mjög gisnar við Ísland, vindar lengst af hægir í háloftunum og lægðir fóru flestar langt fyrir sunnan land. 

w-blogg041123b

Heldur kaldara var um landið austanvert. Taflan sýnir að á Austfjörðum og Suðausturlandi raðast hitinn í kaldasta þriðjung á öldinni - en annars staðar getum við með góðri samvisku talað um hita nærri meðallagi. Hlýjast þó við Faxaflóa. 

Við vonum auðvitað flest að hann haldi áfram að fara vel með. Við þökkum BP að vanda fyrir kortagerðina. 

 


Bloggfærslur 4. nóvember 2023

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg070125hb
  • w-blogg070125ha
  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 47
  • Sl. sólarhring: 593
  • Sl. viku: 3802
  • Frá upphafi: 2429224

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 3319
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband