Hálfur nóvember

Meðalhiti í Reykjavík fyrri hluta nóvember er +3,4 stig. Það er +0,6 stigum ofan meðallags sömu daga árin 1991 til 2020, en -0,2 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Raðast hitinn í 14. hlýjasta sæti aldarinnar (af 23). Hlýjast var 2011, meðalhiti þá +6,7 stig, en kaldast 2010, meðalhiti -0,5 stig. Á langa listanum raðast hiti nú í 42. sæti (af 150). Hlýjastir á þeim lista eru sömu dagar árið 1945, meðalhiti +8,2 stig, en kaldastir voru þessir dagar 1969, meðalhiti -2,6 stig.
 
Á Akureyri er meðalhiti fyrri hluta nóvember -0,4 stig. Það er -1,7 stigum neðan meðallags 1991 til 2020 og -2,3 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára.
 
Að tiltölu hefur verið hlýjast á Suðusturlandi, þar raðast hitinn í 10. hlýjasta sæti aldarinnar. Að tiltölu hefur hins vegar verið kaldast á Ströndum og Norðurlandi vestra, þar raðast hitinn í 18. hlýjasta sæti. Röðun á öðrum spásvæðum er þarna á milli.
 
Miðað við síðustu tíu ár hefur verið hlýjast að tiltölu á Fagurhólsmýri, hiti þar +1,1 stig ofan meðallags. Kaldast að tiltölu hefur verið á Sauðárkróksflugvelli, hiti -3,1 stig neðan meðallags síðustu tíu ára.
 
Úrkoma hefur ekki mælst nema 3,3 mm í Reykjavík og hefur aðeins þrisvar mælst minni sömu daga, minnst 1963, en einnig minni en nú 1955 og 1926. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 16,3 mm og er það um helmingur af meðallagi. Austur á Fjörðum, á Dalatanga er úrkoma hins vegar í meðallagi.
 
Sólskinsstundir hafa mælst 46,4 í Reykjavík, 22 fleiri en í meðalári og hafa aðeins fjórum sinnum mælst fleiri sömu daga. Það var 1984, 1967, 1996 og 2000. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 21,4, 11 fleiri en í meðalári.
 
Stöðugar austanáttir hafa verið ríkjandi, og sömuleiðis síðustu átta daga októbermánaðar.

Bloggfærslur 16. nóvember 2023

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg070125hb
  • w-blogg070125ha
  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 47
  • Sl. sólarhring: 594
  • Sl. viku: 3802
  • Frá upphafi: 2429224

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 3319
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband