Enn úr líkanheimum -

Nú nálgast háloftalćgđardrag úr vestri. Ţví fylgir ţónokkur úrkoma í reiknilíkönum og viđ lítum á spá igb-líkansins eins og hún var nú í kvöld (laugardag 7.október).

w-blogg071023a

Hér má sjá uppsafnađa úrkomu (heildarúrkomumagn) sem líkaniđ býr til frá ţví kl.18 í kvöld (laugardaginn 7.október) til hádegis á ţriđjudag (10.október), 66 klukkustundir. Úrkomumagniđ er mjög misjafnt - en leggst í rendur, fylgir fjallgörđum og vindátt. Vindáttin er ađallega úr suđvestri eđa vestsuđvestri. Hćsta talan er 217 mm - rétt austan viđ Austurdal í Skagafirđi. Ritstjóri hungurdiska minnist ţess alloft ađ hafa séđ háar úrkomutölur í líkönum á ţessum slóđum - einmitt eins og nú - rönd eftir fjallgarđinum austan Skagafjarđar. Reyndar er líka mikil úrkoma í vesturfjöllunum. vel yfir 100 mm. 

Nú er auđvitađ spurning hversu raunverulegt ţetta er. Líkaniđ býr til bylgjur yfir fjöllum sínum og kreistir ţar út úrkomu í uppstreymi. Ţótt líkaniđ sé í nokkuđ hárri upplausn nćr ţađ landslaginu samt ekki alveg. Ţví má búast viđ talsverđum mun líkans og raunveruleika. gallinn er hins vegar sá ađ erfitt er ađ sannreyna hann - úrkomumćlingar á svćđinu er afskaplega gisnar. 

Rétt er einnig ađ benda á mikla úrkomu á öđrum svćđum - ţar stendur vindur meira af hafi og meiri líkur á ađ líkaniđ reikni rétt. Öfgavísar evrópureiknimiđstöđvarinnar eru háir á Vesturlandi á mánudag, og Norđurlandi vestra á ţriđjudag. Ţeir sem eitthvađ eiga undir ćttu ţví ađ fylgjast vel međ spám.

En viđ lítum á fleiri kort.

w-blogg071023b

Hér má sjá ţađ sem kallađ er uppsafnađ afrennsli á sama tíma, úrkomu í vökvaformi og snjóleysingu. Lítill snjór er til ađ leysa ţannig ađ tölur eru ađallega úrkoma í vökvaformi (reyndar tekur jarđvegur líkansins viđ einhverju smávegis líka). Tölurnar yfir Vesturlandi eru svipađar á kortunum tveimur - sem og á fjöllunum vestan Skagafjarđar. Munur er meiri austan Skagafjarđar og á jöklum. Hámarkiđ austan Skagafjarđar er nú 136 mm - virđist vera nćrri Norđurárdal - ekki langt frá Valagilsá. Greinilega á mikill hluti úrkomunnar á ţessum slóđum ađ falla sem snjór. 

Ţađ sjáum viđ ađ hluta til á síđasta kortinu.

w-blogg071023c

Ţađ nćr reyndar ekki yfir allar 66 klukkustundirnar, heldur ađeins 12 tíma, frá ţví kl.6 til kl.18 á mánudag (9.október). Ţá eiga ađ safnast upp nćrri 100 kg af snjó á hálendiđ austan Austurdals, ţađ vćri í lausamjöll um ţađ bil 1 m, en vegna ţess ađ hvasst verđur vćntanlega mun snjórinn safnast í skafla, gil og lautir og ţéttast talsvert - en djúpir geta skaflarnir orđiđ. Miklar hlákur mun ţurfa síđar í haust eigi ţessi snjór ekki ađ endast langt fram á nćsta sumar nćrri hćstu rindum. En viđ vitum svosem ekkert um ţađ - ekki einu sinni hvort fönnin er raunveruleg eđa bara eitthvađ stundarfyrirbrigđi í reiknilíkani. 


Bloggfćrslur 7. október 2023

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg070125hb
  • w-blogg070125ha
  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 447
  • Sl. sólarhring: 519
  • Sl. viku: 4202
  • Frá upphafi: 2429624

Annađ

  • Innlit í dag: 287
  • Innlit sl. viku: 3566
  • Gestir í dag: 264
  • IP-tölur í dag: 255

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband