Fyrstu tíu dagar októbermánađar 2023

Október byrjar nćrri međallagi.
 
Međalhiti fyrstu 10 daga októbermánađar er 6,2 stig í Reykjavík. Ţađ er +0,1 stigi ofan međallags sömu daga áranna 1991 til 2020 og í međallagi síđustu tíu ára. Hitinn rađast í 12. hlýjasta sćti aldarinnar (af 23). Á langa listanum rađast hitinn í 59. hlýjasta sćti (af 150).
 
Á Akureyri er međalhiti 5,0 stig, -0,1 stigi neđan međallags 1991 til 2020, en -0,4 stigum neđan međallags síđustu tíu ára.
 
Ekki er mikill munur á hitavikum spásvćđanna. Ţó hefur veriđ íviđ kaldara austanlands heldur en vestan. Hiti viđ Breiđafjörđ og á Ströndum og Norđurlandi vestra rađast í 11. hlýjasta sćti aldarinnar, en í ţađ 17. á Austfjörđum.
 
Á einstökum veđurstöđvum hefur veriđ hlýjast ađ tiltölu á Geldinganesi, hiti ţar +0,3 stig ofan međallags síđustu tíu ára. Kaldast ađ tiltölu hefur veriđ á Gagnheiđi, -1,9 stig neđan međallags.
 
Úrkoma í Reykjavík hefur mćlst 51,2 mm - og er ţađ um 50 prósent umfram međallag. Á Akureyri hefur úrkoman mćlst 26,3 mm sem er í rétt tćpu međallagi.
 
Sólskinsstundir hafa mćlst 27,8 í Reykjavík ţađ sem af er mánuđi og er ţađ í tćpu međallagi. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mćlst 9,7, um helmingur međallags.
 
Háloftalćgđardragiđ sem kom yfir Grćnland á mánudaginn gróf sig niđur vestur af landinu svo úr varđ mjög kröpp lćgđ sem fór austur um og olli verulegu illviđri á landinu í gćr og síđastliđna nótt. Veđriđ kemst inn á illviđraskrár ritstjórans. En ţetta gekk fljótt hjá ţví nú er nýtt lćgđardrag á svipađri leiđ.
 
w-blogg111023a
 
Ţađ fer ţó heldur sunnar eins og reynt er ađ gefa til kynna á myndinni (rauđ ör). Lćgđ myndast nú í kvöld í draginu, ţá viđ Grćnlandsströnd og fer síđan til suđausturs og austurs rétt fyrir sunnan land. Kortiđ sýnir reiknađa stöđu síđdegis á morgun, fimmtudag. Ţetta ţýđir ađ úrkoma verđur ekki eins mikil samfara ţessari lćgđ eins og hinni fyrri. Sömuleiđis er ekki gert ráđ fyrir alveg jafnmiklum vindi. Viđ skulum ţó ekki vanmeta hana, sérstaklega vegna ţess ađ hún er kaldari heldur en sú fyrri og snjókomu mun verđa vart víđar, jafnvel niđur undir sjávarmál um landiđ sunnanvert. Norđaustanáttin í kjölfar lćgđarinnar verđur líka nokkuđ stríđ - en sé ađ marka spár ekki ţó eins hvöss og vindur sá sem fylgdi í kjölfar fyrri lćgđarinnar. 
 
Ţriđja lćgđardragiđ er svo međ í kippunni, en eins og spár eru ţegar ţetta er skrifađ á ţađ ađ hitta fyrir annađ lćgđardrag - sem stefnir í átt til Suđur-Grćnlands úr suđri um helgina. Ekki alveg ljóst enn úr hvađ ţví verđur - hvort lćgđardraganna tveggja mun ná undirtökunum. Viđ látum ţađ liggja á milli hluta ađ sinni. 
 

Bloggfćrslur 11. október 2023

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg070125hb
  • w-blogg070125ha
  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 447
  • Sl. sólarhring: 518
  • Sl. viku: 4202
  • Frá upphafi: 2429624

Annađ

  • Innlit í dag: 287
  • Innlit sl. viku: 3566
  • Gestir í dag: 264
  • IP-tölur í dag: 255

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband