Fyrstu 20 stigin á árinu

Í dag, sunnudaginn 29.maí náði hiti á landinu 20 stigum í fyrsta sinn á árinu. Landshámark dagsins virðist hafa orðið 22,5 stig í Hjarðarlandi í Biskupstungum. Þetta er heldur seinna en algengast hefur verið á síðari árum.

w-blogg290522a

Myndin er kannski ekki alveg auðveld (gerð í flýti), en hún á að sýna dagsetningu fyrsta 20-stiga landshámarkshita 1961-2022. Blágráu súlurnar eiga við mannaðar stöðvar. Þeim hefur farið mjög fækkandi á síðustu árum - og líkur á því að þær hitti í snemmbæran, stakan 20 stiga hita fara minnkandi. Þó er það þannig að meðaldagsetning áranna 1961 til 1990 var 5. júní, en 1991 til 2020, 26.maí. Atburðurinn í dag er því 2 dögum á eftir þessu síðara meðaltali, en viku á undan því gamla. 

Sjálfvirkum stöðvum hefur fjölgað mjög - og líkur á því að þær veiði 20 stig fara því vaxandi. Enda er meðaltal þeirra á þessari öld, 14. maí, sem við erum hálfum mánuði á eftir í ár. 

Vegna þessara kerfisbreytinga er eiginlega óráð að reikna leitni, vafalítið er þó að tuttugustigum er nú oftast náð fyrr að vori en var fyrir hálfri öld eða svo - væntanlega vegna hlýnandi veðurfars. Ef við tækjum allar tölur bókstaflega væri „flýtingin“ orðin nærri þrjár vikur - sá mikli munur er að einhverju leyti kerfisbreytingunni að þakka. Með því að ráða betur í kerfin má þó trúlega komast að sæmilega áreiðanlegri niðurstöðu. En við látum framtíðina um það. 


Bloggfærslur 29. maí 2022

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 50
  • Sl. sólarhring: 92
  • Sl. viku: 1312
  • Frá upphafi: 2353357

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 1153
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 45

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband