Hlýr og hægur apríl

Apríl var öfgalaus mánuður, en bæði hlýr og hægviðrasamur. Bráðabirgðatölur benda til þess að hann sé sá hægviðrasamasti í meir en 30 ár og jafnframt í hópi þeirra hlýrri á öldinni. Röðun í sæti er að vísu nokkuð misjöfn eftir landsvæðum.

w-blogg010522a

Að tiltölu var hlýjast við Faxaflóa. Er mánuðurinn sá þriðjihlýjasti á öldinni, en raðast yfirleitt í fjórða til sjöunda hlýjasta sætið. Að tiltölu var svalast á Austfjörðum þar sem hann raðast í 9. sæti. 

Er þetta góð hvíld frá ruddafengnum umhleypingum vetrarins. Maí virðist ætla að byrja heldur svalari (að tiltölu) - en engan veginn er þó útséð um neitt í þeim efnum. 

Fréttir af meðalhita á einstökum stöðvum, úrkomu og fleira koma svo frá Veðurstofunni innan nokkurra daga. 


Bloggfærslur 1. maí 2022

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 208
  • Sl. sólarhring: 208
  • Sl. viku: 1470
  • Frá upphafi: 2353515

Annað

  • Innlit í dag: 188
  • Innlit sl. viku: 1292
  • Gestir í dag: 179
  • IP-tölur í dag: 176

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband