Fyrstu 10 dagar marsmánaðar

Eftir kaldan febrúar bregður svo við að fyrstu 10 dagar marsmánaðar hafa verið fremur hlýir. Meðalhiti í Reykjavík er +1,5 stig, +1,2 stigum ofan meðallags áranna 1991 til 2020, og +0,8 stigum ofan meðallags sömu daga síðustu 10 árin. Dagarnir tíu eru í áttundahlýjasta sæti (af 22) á þessari öld. Hlýjastir voru dagarnir tíu árið 2004, meðalhiti þá +6,3 stig, en kaldastir voru þeir 2009, meðalhiti -2,1 stig. Á langa listanum er hiti nú í 45. hlýjasta sæti (af 150). Á því tímabili var hlýjast 2004, en kaldast 1919, meðalhiti þá -9,9 stig.

Á Akureyri er meðalhiti fyrstu tíu daga marsmánaðar +2,4 stig, +3,4 stigum ofan meðallags 1991 til 2020, og einnig +3,4 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára.

Að tiltölu hefur verið hlýjast á Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum. Þetta er næsthlýjasta marsbyrjun aldarinnar á þeim slóðum, en kaldast hefur verið við Faxaflóa, á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og á Suðurlandi. Á þessum slóðum eru dagarnir þeir sjöttuhlýjustu á öldinni.

Hiti er ofan meðallags síðustu tíu ára á öllum veðurstöðvum, mest við Mývatn, þar sem hitavikið er +4,2 stig. Að tiltölu hefur verið kaldast á Skagatá, þar er hitavikið +0,4 stig.

Úrkoma hefur mælst 95,3 mm í Reykjavík það sem af er mánuði, er það meir er þreföld meðalúrkoma sömu daga, það mesta á öldinni og hefur aðeins einu sinni mælst meiri sömu almanaksdaga. Það var 1931 (101,3 mm). Á Akureyri hefur úrkoma hins vegar aðeins mælst 4,3 mm (þó ekki met).

Sólskinsstundir hafa mælst 24,5 í Reykjavík og er það lítillega undir meðallagi. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 21,3 og er það nærri meðallagi.


Bloggfærslur 11. mars 2022

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 938
  • Frá upphafi: 2351139

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 793
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband