Fremur hlýtt ár (kaldur desember)

Þótt nú lifi þrír dagar af árinu reiknar ritstjóri hungurdiska meðalhita ársins í byggðum landsins (sér til hugarhægðar). Hann verður nærri 4,2 stigum, +0,1 stigi ofan meðallags áranna 1991 til 2020 (en +1,0 stigi ofan meðallags 1961-1990).

w-blogg281222a

Myndin sýnir reiknaðan meðalhita frá ári til árs (ásamt 10-ára keðjumeðaltali) aftur til ársins 1874 (en eldri meðaltöl eru harla óviss). Við sjáum að árið í ár getur talist í hlýja hópnum sem tók völdin um aldamótin síðustu - og ekki mjög mörg ár á 20. öldinni voru hlýrri en þetta - og enn færri á 19.öld. Þessi fortíð öll segir ekkert um framtíðina - þótt við reiknum hlýnun upp á +1,1 stig á öld. 

w-blogg281222b

Heildardesembermyndin er ekki ósvipuð (leitnin sú sama), en aftur á móti var desember nú óvenjukaldur - við vitum ekki enn hvar hann lendir í röðinni, en alla vega nokkuð ljóst að við þurfum að fara aftur til desember 1973 til að finna kaldari. Mjög litlu munar á desember nú og sama mánuði 1974, og desember 2011 er ekki langt undan (þó ívið hlýrri). Svipað var líka 1936, og síðan eru nokkrir desembermánuðir fyrr á öldinni sem eru kaldari, þar á meðal 1916 og 1917. Hinum fyrrnefnda fylgdi hlýr janúar 1917, en gríðarkaldur janúar 1918 elti hinn kalda desember 1917. Langkaldastur er hins vegar desember 1880 - undanfari kaldasta vetrar sem við vitum um. 


Bloggfærslur 28. desember 2022

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8
  • Slide7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 90
  • Sl. sólarhring: 111
  • Sl. viku: 1726
  • Frá upphafi: 2465664

Annað

  • Innlit í dag: 77
  • Innlit sl. viku: 1546
  • Gestir í dag: 73
  • IP-tölur í dag: 71

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband