Köld háloftalægð

Nú, á aðfangadag jóla er mjög köld háloftalægð að ganga til suðurs skammt fyrir vestan land. Henni fylgja dimmir snjókomubakkar, orðnir til yfir hlýjum sjó sem kyndir undir djúpri veltu í veðrahvolfinu öllu. Leið lægðarinnar liggur þannig að mestur vindur virðist lítt eiga að ná inn á land.

w-blogg241222a

Kort evrópureiknimiðstöðvarinnar gildir kl.18 í dag og sýnir hæð 500 hPa-flatarins, hita í honum og vind (hefðbundnar vindörvar). Fjólubláir litir sýna meira en -42 stiga frost og sá dekkri meir en -44 stiga frost. [Ef menn vilja má með góðum vilja sjá jólasvein í mynstrinu] Um hádegi í dag var frostið yfir Keflavíkurflugvelli um -38 stig - og gæti farið niður í -42 til -43 stig í nótt eða á morgun. Desembermetið er -48 stig (frá 1973). Ritstjóranum sýnist að frost hafi síðast farið í meir en -45 stig í 500 hPa-fletinum í desember árið 2010 - þá rétt fyrir jól - og er staðan nú ekki svo ólík stöðunni þá (sjá t.d. hungurdiskapistla frá þeim tíma). Það kuldakast stóð hins vegar ekki í nema rúma viku. 

Svo virðist sem spár geri nú ráð fyrir enn einu köldu háloftalægðardragi með snjókomubökkum snemma á þriðjudag. Þeir sem eru á ferð ættu að fylgjast vel með spám Veðurstofunnar. 

Gleðileg jól. 


Bloggfærslur 24. desember 2022

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 273
  • Sl. sólarhring: 458
  • Sl. viku: 1831
  • Frá upphafi: 2352968

Annað

  • Innlit í dag: 242
  • Innlit sl. viku: 1644
  • Gestir í dag: 231
  • IP-tölur í dag: 229

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband