Fyrstu tíu dagar desembermánaðar

Fyrstu tíu dagar desembermánaðar hafa að ýmsu leyti verið óvenjulegir - en hiti þó ekki svo fjarri meðallagi. Meðalhitinn í Reykjavík er +0,2 stig og er það -0,7 stigum neðan meðallags áranna 1991 til 2020 og -0,4 stigum neðan meðallags sömu daga síðustu tíu árin. Hitinn raðast í 13. hlýjasta sæti (af 22) á öldinni. Kaldastir voru þessir sömu dagar árið 2011, meðalhiti þá -4,8 stig, en hlýjastir voru þeir 2016, meðalhiti +7,1 stig. Á langa listanum raðast hitinn nú í 85. sæti (af 150). Á þeim lista eru 2016 líka í efsta sæti, en kaldastir voru dagarnir tíu árið 1887, meðalhiti þá -7,2 stig.
 
Á Akureyri er meðalhiti nú -1,2 stig, -0.9 stigum neðan meðallags 1991 til 2020, en í meðallagi síðustu tíu ára.
 
Hiti á spásvæðunum raðast í kringum 9. til 11. sæti, nema á Suðurlandi þar er hann í 14. hlýjasta sæti aldarinnar. Á einstökum veðurstöðvum hefur að tiltölu verið hlýjast á fjöllum á Vestfjörðum. Á Þverfelli hefur hiti verið +2,9 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Kaldast að tiltölu hefur verið í Önundarhorni undir Eyjafjöllum, -2,1 stigi neðan meðallags síðustu tíu ára.
 
Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 12,6 mm og er það um 40 prósent meðalúrkomu. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 7,6 mm, um þriðjungur meðalúrkomu.
 
Sólskinsstundir hafa mælst 22,8 í Reykjavík, 18 stundum yfir meðallagi - og hafa aldrei mælst fleiri sömu daga. Á Akureyri hafa mælst 0,9 sólskinsstundir.
 
Loftþrýstingur hefur verið sérlega hár. Meðaltalið í Reykjavík er 1030,8 hPa og hefur aldrei verið jafnhátt sömu daga frá upphafi mælinga fyrir rúmum 200 árum.

Bloggfærslur 11. desember 2022

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 38
  • Sl. sólarhring: 374
  • Sl. viku: 1596
  • Frá upphafi: 2352733

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 1436
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband