Nóvember hlýrri en október?

Svo gæti farið að hiti á landinu í nóvember verði hærri heldur en í október (við vitum það þó ekki enn fyrir víst hversu víða það verður og þá hversu mikið). Þegar málið er athugað kemur í ljós að þetta hefur alloft gerst áður.  Á landinu í heild níu sinnum síðustu 100 árin (síðast 2014), í Reykjavík líka níu sinnum (síðast 2018) og á Akureyri 11 sinnum (síðast 2014).  Haustin 1968 og 1987 skera sig nokkuð úr - þá munaði svo miklu, árið 1987 var nóvember á landsvísu 1,6 stigi hlýrri en október og 1968 var hann 2,3 stigum hlýrri.  Árið 2014 munaði 0,7 stigum á landsmeðalhita mánaðanna, kannski verður það svipað nú.


Bloggfærslur 28. nóvember 2022

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg170925b
  • w-blogg170925a
  • w-blogg130925-ak-a
  • w-blogg130925a
  • w-blogg130925b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 186
  • Sl. sólarhring: 450
  • Sl. viku: 1741
  • Frá upphafi: 2499343

Annað

  • Innlit í dag: 171
  • Innlit sl. viku: 1590
  • Gestir í dag: 169
  • IP-tölur í dag: 164

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband