5.10.2022 | 21:20
Hver er að jafnaði sólrikasti mánuður ársins?
Lesandi spurði að því fyrir nokkrum dögum hver væri að jafnaði sólríkasti mánuður ársins? Í Reykjavík er það maí. Á 99 árum samfelldra mælinga var hann 31 sinni sólríkastur, júní var það 24 sinnum, júlí 20 sinnum, ágúst 13 sinnum, apríl 10 sinnum og mars einu sinni (1947).
Það sem hér fer á eftir er óttalegt stagl - en hugsanlegt að einhver nörd fái samt eitthvað að bíta.
Sólargangur er heldur lengri í Reykjavík í júní heldur en í maí, en þá er einnig meira skýjað. Maí er líka einum degi lengri heldur en júní - það munar um það. Ef metsólskinsstundafjöldi væri jafnaður á hverjum einasta degi maímánaðar eitthvert árið yrði sólskinsstundafjöldinn í þeim mánuði samtals um 524 stundir (hefur mestur orðið 335), í júní gæti hann orðið 538 stundir (hefur mestur orðið 338) og í júlí 539 stundir (hefur mestur orðið 278).
Desember er (eins og við má búast) oftast sólarminnsti mánuður ársins, 74 sinnum af 99. Hefur einu sinni náð upp í 10. sæti - það var 1993. Janúar er oftast í 11. sæti, en hefur hæst náð upp í það 8. Það var 1959, ef til vill muna einhverjir eftir því - afskaplega eftirminnilegur mánuður. Nóvember hefur hins vegar náð 8. sætinu 5 sinnum. Það var 1962, 1963, 1965, 1996 og 2000. Fyrstu þrjú ártölin eru einmitt þegar ritstjóri hungurdiska var fyrst að reyna að læra á árstíðasveifluna - kannski átti nóvember að vera tiltölulega bjartur - (en það er hann ekki - erfitt með þessar reglur). Október hefur komist hæst í 3. sæti (vel af sér vikið), það var árið 1926 (afskaplega kaldur mánuður). Febrúar náði einu sinni 2. sæti - næstsólríkasti mánuður ársins 1947 í Reykjavík - og mars varð sá sólríkasti. Fyrir minni ritstjóra hungurdiska, en á þessum bjarta tíma voru frægir kuldar í Evrópu - og rússagrýlan fitnaði sem aldrei fyrr - og svo kom Heklugosið.
September hefur 6 sinnum verið næstsólríkasti mánuður ársins í Reykjavík, 1926, 1954, 1975, 1982, 1992 og 2018. Nokkur kuldaslikja yfir þessum mánuðum - sól og hiti fara sjaldan saman í september í Reykjavík.
Nóvember hefur tvisvar verið sólarminnsti mánuður ársins, 1955 og 1958, annars sjá janúar og desember alveg um 12. sætið. Október hefur einu sinni verið í 11. sætinu, það var 1969. September hefur neðst lent í 10. sæti, það var 1996 (þegar hlýindin voru hvað mest fyrir norðan). Ágúst hefur einu sinni lent í 9 sæti, árið 1995. Júlí hefur líka komist niður í 9. sæti, það var árið 1977. Júní hefur neðst verið í 8. sæti á árinu, það þrisvar sinnum, 1986, 1988 og 2018. Maí hefur aldrei verið neðar en í 6. sæti, en fimm sinnum, síðast árið 1991.
Á Akureyri (dálitlar gloppur í mæliröðinni) hefur júní oftast verið sólríkasti mánuður ársins, 38 sinnum á 89 (heilum) árum. Maí kemur rétt á eftir með 31 tilvik, en aðrir mánuðir eru sólríkastir mun sjaldnar, júlí 14 sinnum og ágúst ekki nema fjórum sinnum. Apríl hefur tvisvar verið sólríkasti mánuður ársins á Akureyri. Fjöll stytta sólargang mjög á Akureyri, minnst þó í júní. Ef sólskinsstundadægurmet yrði jafnað á hverjum degi í júní á Akureyri færi mánaðarfjöldinn upp í 522 stundir (en var 538 í Reykjavík) - ekki munar mjög miklu. Nýtt met á hverjum degi í desember skilar hins vegar ekki nema 6 stundum á Akureyri (þar er alveg sólarlaust á mælislóðum frá og með þeim 8.), en gæti skilað 104 stundum í Reykjavík (það mesta sem hefur mælst þar í desember er 32 stundir).
Ljúkum nú stagli að sinni - en vonandi ekki í síðasta sinn.
Bloggfærslur 5. október 2022
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.5.): 5
- Sl. sólarhring: 99
- Sl. viku: 1615
- Frá upphafi: 2465679
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 1462
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010