Örlítiđ söguslef - hitafar

Ritstjóri hungurdiska er um ţessar mundir í starfslokatiltekt, flettir og hendir gömlum blöđum og skýrslum. Rifjast ţá sitthvađ upp. Á dögunum rakst hann á aldarfjórđungsgamla  norska ráđstefnugrein. Fjallar hún um tilraun til mats á hitafari á hellaslóđum viđ Mo í Rana í Noregi. Mo i Rana er í Nordland-fylki í Noregi, á svipuđu breiddarstigi og Ísland. Ársmeđalhiti 1961-1990 var eiginlega sá sami og í Stykkishólmi, eđa 3,5 stig. Stađurinn er ţó ekki alveg viđ ströndina og eru vetur heldur kaldari og sumur hlýrri heldur en í Hólminum. 

Hér ađ neđan lítum viđ á mynd (línurit) ţar sem reynt er ađ giska á ársmeđalhitann á ţessum slóđum síđustu 9 ţúsund ár eđa svo. Notast er viđ samsćtumćlingar í dropasteinum hellisins. Ritstjórinn minnist ţess ađ línurit ţetta fór allvíđa á sínum tíma og beiđ hann lengi eftir ţví ađ greinin birtist í ţví sem kallađ er ritrýnt tímarit - eđa alla vega einhverju ítarlegra en ráđstefnuriti. Svo virđist sem úr ţví hafi ekki orđiđ, kannski vegna ţess ađ eitthvađ ábótavant hefur fundist, t.d. í ađferđafrćđinni. Aftur á móti birtist grein um niđurstöđur mćlinga úr sama helli nokkrum árum síđar - en ţar var fjallađ um hitafar í hellinum á hlýskeiđi ísaldar - frá ţví fyrir um 130 ţúsund árum ađ 70 ţúsund árum fyrir okkar daga. Ritstjóri hungurdiska hefur ekkert vit á dropasteinum - né ţeim ađferđum sem menn nota til ađ galdra út úr ţeim upplýsingar um hita og/eđa úrkomu. En hitaferill myndarinnar er forvitnilegur.

mo-i-rana_dropsteinar-Lauritzen-1996

Í haus myndarinnar segir ađ ţar fari ársmeđalhiti í Mo i Rana. Lárétti ás myndarinnar sýnir tíma, frá okkar tíđ aftur til 8500 ára fortíđar. Eins og gengur má búast viđ einhverjum villum í tímasetningum. Lóđrétti ásinn sýnir hita - efri strikalínan merkir međalhita á okkar tímum (hvađ ţeir eru er ekki skilgreint - en hér virđist ţó átt viđ međaltaliđ 1961 til 1990). Neđri strikalínan vísar á međalhita á 18.öld - „litla ísöld“ er ţar nefnd til sögu. Rétt er ađ benda á ađ ferillinn endar ţar - fyrir um 250 árum (um 1750) - en nćr ekki til 19. og 20. aldar. Höfundurinn ákveđur nú ađ hiti um 1750 hafi veriđ um 1,5 stigum lćgri heldur en „nú“. Um ţađ eru svosem engar alveg áreiđanlegar heimildir - sem og ađ sú tala gćti jafnvel átt viđ annađ „nú“ heldur en höfundurinn virđist vísa til - t.d. til tímabilsins 1931 til 1960, sem var heldur hlýrra en ţađ síđara, í Noregi eins og hérlendis. Sé munurinn á „hita nú“ og hita „litlu ísaldar“ minni en 1,5 stig hefur ţađ ţćr afleiđingar ađ hitakvarđinn breytist lítillega - en lögun hans ćtti samt ekki ađ gera ţađ. 

Nú er ţađ svo ađ töluverđur munur getur veriđ á hitafari í Noregi og á Íslandi, mjög mikill í einstökum árum, en minni eftir ţví sem ţau tímabil sem til athugunar eru eru lengri. Allmiklar líkur eru ţví á ađ megindrćttir ţessa línurits eigi einnig viđ Ísland - sé vit í ţví á annađ borđ. 

Höfundurinn (Lauritzen) tekur fram ađ hver punktur á línuritinu sé eins konar međaltal 25 til 30 ára og útjafnađa línan svari gróflega til 5 til 6 punkta keđjumeđaltals - og eigi ţví viđ 100 til 200 ár. Sé fariđ meir en 5 ţúsund ár aftur í tímann gisna sýnatökurnar og lengri tími líđur milli punkta - sveiflur svipađar ţeim og síđar verđa gćtu ţví leynst betur. 

En hvađ segir ţá ţetta línurit? Ekki ţarf mjög fjörugt ímyndunarafl til ađ falla í ţá freistni ađ segja ađ hér sé líka kominn hitaferill fyrir Ísland á sama tíma.

Samkvćmt ţessu hlýnađi mjög fyrir um 8 ţúsund árum og var hitinn ţá um og yfir 6°C. Almennt samkomulag virđist ríkja um ađ mikiđ kuldakast hafi ţá veriđ nýgengiđ yfir viđ norđanvert Atlantshaf.

Međalhiti í Stykkishólmi er rúm 3,5°C síđustu 200 árin, hlýjustu 10 árin eru nćrri 1°C hlýrri og á hlýjustu árunum fór hiti í rúm 5,5 stig. Getur veriđ ađ međalhiti ţar hafi veriđ 5 til 6°C í rúm 2000 ár? Sú er reyndar hugmyndin - jöklar landsins áttu mjög bágt og virđast í raun og veru hafa hopađ upp undir hćstu tinda. Ástćđur ţessara miklu hlýinda eru allvel ţekktar - viđ höfum nokkrum sinnum slefađ um ţćr hér á hungurdiskum og áherslu verđur ađ leggja á ađ ţćr eru allt ađrar heldur en ástćđur hlýnunar nú á dögum. 

Höldum áfram ađ taka myndina bókstaflega. Frá hitahámarkinu fyrir hátt í 8 ţúsund árum tók viđ mjög hćgfara kólnun, niđur í hita sem er um gráđu yfir langtímameđallagi okkar tíma.  Síđan kemur mjög stór og athyglisverđ sveifla. Toppur skömmu fyrir um 5000 árum nćr rúmum 5 stigum, en dćld skömmu síđar, fćrir hitann niđur í um 1°C, ţađ lćgsta á öllu tímabilinu sem línuritiđ nćr yfir fyrir um 4500 árum, eđa 2500 árum fyrir Krist. Ţessar tölur báđar eru nćrri útmörkum á ţví sem orđiđ hefur í einstökum árum síđustu 170 árin. En ţćr eiga, eins og áđur er bent á, vćntanlega viđ marga áratugi. Ýmsar ađrar heimildir benda til verulegrar kólnunar á okkar slóđum fyrir rúmum 4000 árum. Ţessi umskipti voru á sínum tíma nefnd sem upphaf „litlu ísaldar“ - en ţví heiti var síđar stoliđ á grófan hátt - síđari tíma frćđimenn hafa stundum nefnt ţessa uppbreytingu upphaf „nýísaldar” (Neoglaciation á ensku).

Á ţessum tíma hafa jöklar landsins snaraukist og náđ ađ festa sig í sessi ađ mestu leyti. Jökulár hafa ţá fariđ ađ flengjast aftur um stćkkandi sanda međ tilheyrandi leirburđi og sandfoki, gróđureyđing virđist hafa orđiđ á hálendinu um ţađ leyti. Ef viđ trúum myndinni stóđ ţetta kuldaskeiđ í 700 til 800 ár - nćgilega lengi til ađ tryggja tilveru jöklanna, jafnvel ţó ţeir hafi búiđ viđ sveiflukennt og stundum nokkuđ hlýtt veđurlag síđan. 

Línuritiđ sýnir allmikiđ kuldakast fyrir um 2500 árum síđan (500 árum fyrir Krists burđ). Ţá hrakađi gróđri e.t.v. aftur hér á landi. Ţađ hitafar sem línuritiđ sýnir milli Kristburđar og ársins 1000 greinir nokkuđ á viđ önnur ámóta línurit sem sýna hitafar á ţeim tíma. Ef viđ tökum tölurnar alveg bókstaflega ćtti ţannig ađ hafa veriđ hlýjast um 500 árum eftir Krist, en ađrir segja ađ einmitt ţá (eđa skömmu síđar öllu heldur) hafi orđiđ sérlega kalt. En línuritiđ segir aftur á móti frá kólnun eftir 1000. 

Ţađ eru almenn sannindi ađ ţó ađ e.t.v. sé samkomulag ađ nást um allra stćrstu drćtti veđurlags á nútíma gćtir gríđarlegs misrćmis í öllu tali um smáatriđi - hvort sem er á heimsvísu eđa stađbundiđ. Frá ţví ađ ţessi grein birtist hefur mikiđ áunnist í rannsóknum á veđurfarssögu Íslands á nútíma, en samt er enn margt verulega óljóst í ţeim efnum.

Línurit sem ţessi geta á góđum degi hjálpađ okkur í umrćđunni - en viđ skulum samt ekki taka smáatriđin allt of bókstaflega. 

Rétt er ađ nefna greinina sem myndin er fengin úr (tökum eftir spurningamerkinu í titlinum):

Stein-Eirk Lauritzen (1996) Calibration of speleothem stable isotopes against historical records: a Holocene temperature curve for north Norway?, Climate Change: The Karst Record, Karst Waters Institute Special Publications 3, p.78-80.

 


Bloggfćrslur 6. ágúst 2021

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 85
  • Sl. sólarhring: 119
  • Sl. viku: 1347
  • Frá upphafi: 2353392

Annađ

  • Innlit í dag: 80
  • Innlit sl. viku: 1184
  • Gestir í dag: 76
  • IP-tölur í dag: 76

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband