Sérlega hlýr júlímánuður

Nýliðinn júlímánuður var sérlega hlýr. Um mestallt norðan- og austanvert landið var hann sá hlýjasti sem vitað er um frá upphafi mælinga. Á stöku stöðvum er þó vitað um hlýrri júlímánuði - en nokkuð á misvíxl. Á Egilsstöðum var júlí 1955 t.d. lítillega hlýrri heldur en nú. Meðalhiti var meiri en 14 stig á fáeinum veðurstöðvum, en ekki er vitað um slíkt og þvílíkt hér á landi áður í nokkrum mánuði. 

w-blogg010821a

Taflan sýnir eins konar uppgjör fyrir einstök spásvæði. Eins og sjá má var hiti nærri meðallagi síðustu tíu ára á Suðurlandi, við Faxaflóa og við Breiðafjörð, en á öllum öðrum spásvæðum var hann hærri en annars hefur verið í júlí á öldinni. 

Meðalhiti í byggðum landsins í heild reiknast 11,7 stig. Það er það næstmesta sem við vitum um í júlí, í þeim mánuði 1933 reiknast meðalhitinn 12,0 stig. Í raun er varla marktækur munur á þessum tveimur tölum vegna mikilla breytinga á stöðvakerfinu. Við vitum af einum marktækt hlýrri ágústmánuði, árið 2003, en þá var meðalhiti á landinu 12,2 stig, í ágúst 2004 var jafnhlýtt og nú (11,7 stig).  

Meðalhámarkshiti í nýliðnum júlí var einnig hærri en áður, 20,5 stig á Hallormsstað. Hæsta eldri tala sem við hiklaust viðurkennum er 18,7 stig (Hjarðarland í júlí 2008), en tvær eldri tölur eru hærri en talan nú, en teljast vafasamar. Um það mál hefur verið fjallað áður hér á hungurdiskum. Lágmarksmeðalhitamet voru ekki í hættu (hafa verið hærri). 

Það er líka óvenjulegt að hiti komst upp fyrir 20 stig einhvers staðar á landinu alla daga mánaðarins nema einn (30 dagar). Er það mjög óvenjulegt, mest er vitað um 24 slíka daga í einum mánuði (júlí 1997) síðustu 70 árin rúm.

Uppgjör Veðurstofunnar með endanlegum hita-, úrkomu- og sólskinsstundatölum mun væntanlega birtast fljótlega upp úr helginni. Úrkoma var yfirleitt aðeins um þriðjungur til helmingur meðalúrkomu, en hún náði þó meðallagi á fáeinum stöðvum á Snæfellsnesi, við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Suðvestanlands var sólarlítið, en mjög sólríkt inn til landsins norðaustanlands. Ekki er ólíklegt að sólskinsstundamet verði slegið á Akureyri - eða alla vega nærri því - og sama má segja um Mývatn. Endanlegar tölur ættu að liggja fyrir síðar í vikunni.  


Bloggfærslur 1. ágúst 2021

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg130925-ak-a
  • w-blogg130925a
  • w-blogg130925b
  • Slide8
  • Slide7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 217
  • Sl. sólarhring: 219
  • Sl. viku: 1833
  • Frá upphafi: 2498807

Annað

  • Innlit í dag: 196
  • Innlit sl. viku: 1673
  • Gestir í dag: 182
  • IP-tölur í dag: 179

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband