Tuttugu maídagar

Tuttugu dagar liðnir af maí - óvenjusólríkir víða um land - og víðast hvar hefur þurrkur gengið úr hófi En meðalhiti dagana 20 er 4,4 stig í Reykjavík, Hitinn raðast í næstneðsta sæti (af 21) á öldinni. Hlýjastir voru dagarnir 20 árið 2008, meðalhiti þá 8,1 stig, en kaldastir voru þeir 2015, meðalhiti 3,7 stig. Á langa listanum er meðalhitinn nú í 110 (af 145). Hlýjastir voru dagarnir 20 árið 1960, meðalhiti 9,3 stig, en kaldastir 1979, +0,5 stig.

Meðalhiti á Akureyri er nú 2,3 stig, dagarnir eru í 79. hlýjasta sæti (af 86) frá 1936 að telja. Langkaldast var á Akureyri 1979, meðalhiti -2,1 stig.

Mánuðurinn er kaldur um land allt, sá kaldasti á öldinni á svæðinu frá Vestfjörðum austur um að Suðausturlandi, en annars sá næstkaldasti (þar með á Miðhálendinu). Hiti hefur verið neðan meðallags á öllum veðurstöðvum, minnst -1,4 neðan meðallags í Bláfjöllum, en mest -4,2 stig neðan þess við Kárahnjúka.

Úrkoma hefur verið óvenjulítil, hefur mælst 8,3 mm í Reykjavík (um fjórðungur meðalúrkomu), en hefur þó alloft mælst minni sömu daga, minnst 0,3 mm, árið 1931. Á Akureyri hefur úrkoman einnig mælst lítil, aðeins 2,7 mm, tæp 20 prósent. Úrkoma hefur þó oft mælst minni sömu daga.

Sólskinsstundir hafa mælst 232,8 stundir í Reykjavík. Þetta er meira en mælst hefur sömu daga áður, en ómarktækur munur er þó á þessari tölu og þeim næstur fyrir neðan, 1955 (225,5 stundir) og 1958 (224,0 stundir) vegna þess að ekki er lengur notaður sami mælir og þá. Um þetta vandamál var fjallað í pistli hungurdiska nýlega.

Loftþrýstingur hefur verið hár, meðaltal dagana 20 í Reykjavík er 1020,4 hPa, en hefur alloft verið hærri sömu daga.

Vegna ófyrirséðra atvika verður töluverður hiksti á starfsemi hungurdiska á næstunni.

 


Bloggfærslur 21. maí 2021

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg020725c
  • w-blogg020725b
  • w-blogg020725a
  • w-blogg300625a
  • w-blogg280625a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 18
  • Sl. sólarhring: 205
  • Sl. viku: 2694
  • Frá upphafi: 2481241

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 2384
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband