Óvenjukalt í Alaska

Óvenjukalt er nú í Alaska, heimamenn tala um metkulda (en hér erum við langt frá metum - alla vega enn). Lítum á hefðbundið háloftakort - það er greining evrópureiknimiðstöðvarinnar á hádegi í dag (fimmtudag 8.apríl).

w-blogg090421a

Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins heildregnar - af þeim ráðum við vindstyrk og stefnu. Litir sýna þykktina en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Fjólubláu litirnir eru kaldastir - ef vel er að gáð eru þeir þrír, sá dekksti sýnir lítið svæði þar sem þykktin er minni en 4800 metrar. Það er talsvert lægra en nokkurn tíma hefur mælst hér við land. Það er tvennt sem er óvenjulegt. (i) Óvenjulegt að sjá þrjá fjólubláa liti á kortinu í apríl - kemur þó fyrir, en dekksti liturinn þekur þá alltaf lítið svæði og lifir aldrei lengi. Ef við þó gerum ráð fyrir því að hann beri einhvers staðar niður - eru líkurnar á því að einhver ákveðinn staður verði undir afskaplega litlar (ii), Norðuríshaf og strendur þess eru víðfeðm. Hvar sem svona lág þykkt verður (á þessum árstíma) verða kuldamet nær óhjákvæmilega slegin - það er líklegt að áratugir líði á milli þess að einhver ákveðinn staður verði fyrir - jafnvel þó kuldi af þessu tagi sé ekki einstakur - einhvers staðar. 

Þessi kuldi lifir væntanlega ekki lengi - en samt nægilega til þess að við verðum að gefa „Stóra-Bola“ og hreyfingum hans á næstunni gaum. Sá kuldi sem nú ríkir hér á landi er - eins og við sjáum - eins konar afleggjari kuldans í Norður-Íshafi. Þykktin yfir landinu í dag var um og innan við 5060 metrar (um 13°C hærri en nærri miðju Stóra-Bola). Það er óvenjulegt í apríl - en langt í frá einstakt.

Eins og nefnt hefur verið á þessum vettvangi áður er þó mesta furða að veðrið skuli ekki vera verra heldur en það er. Svo virðist sem lítillega hlýni næstu daga en veður haldist  lengst af skaplegt í byggð (fylgist þó með spám Veðurstofunnar). Versnandi veðurlags er fyrst og fremst að vænta sæki hlýtt loft að úr suðri - eða jaðar Stóra-Bola úr norðri eða vestri. 


Bloggfærslur 9. apríl 2021

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 49
  • Sl. sólarhring: 358
  • Sl. viku: 2291
  • Frá upphafi: 2348518

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 2007
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband