Smávegis af apríl

Meðan við bíðum eftir tölum Veðurstofunnar um meðaltöl og summur einstakra veðurstöðva giskum við á hita mánaðarins á landsvísu. Hann er -0,1 stigi kaldari heldur en meðallag aprílmánaða áranna 1991 til 2020, og -0,6 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára (sem og aldarinnar).

w-blogg300421

Hér má sjá að á síðustu áratugum 20.aldar hefði apríl 2021 verið í hópi þeirra hlýrri. Aftur á móti er hann í kaldari hópnum á þessari öld. Mun kaldara var þó 2013 og 2001. Apríl hefur - eins og aðrir mánuðir farið hlýnandi, þegar til langs tíma er litið. Sveiflurnar eru þó ekki alveg í takt við vetrarhitasveiflur, t.d. var skeiðið frá 1947 til 1953 sérlega kalt - inni í miðju hlýskeiðinu sem þá var almennt ríkjandi. 

Bráðabirgðauppgjör sýnir að hlýjast hefur að tiltölu verið á Vestfjörðum. Þar var hiti í 11.hlýjasta sæti (af 21) á öldinni þegar einn (kaldur) dagur ver eftir af mánuðinum. Kaldast hefur hins vegar verið á Suðausturlandi, þar er hiti í 18.hlýjasta sæti aldarinnar - þrír aprílmánuðir kaldari. Ritstjórinn uppfærir þessar röðunartölur á morgun - þegar síðasti dagurinn er kominn með. 

w-blogg300421b

Loftþrýstingur hefur verið sérlega hár í apríl. Sá hæsti frá upphafi mælinga fyrir 200 árum. Myndin sýnir meðalþrýsting í apríl á þessu tímabili. Klasamyndunar gætir - sé þrýstingur hár í einhverjum apríl virðast heldur meiri líkur en minni á því að hann verði það aftur innan fárra ára - sama á við um lágþrýsting. Annars virðast gildin vera mjög tilviljanakennd og leiti er engin - mun minni en óvissa í mæliröðinni. Lágþrýstimetið er aðeins 10 ára gamalt - frá 2011. Sá mánuður var mjög minnisstæður fyrir óvenjutíð og mikil illviðri. Við getum búist við mánaðarmeðaltalsþrýstimeti (háu eða lágu) á um 8 ára fresti að jafnaði - sé þrýstingurinn tilviljanakenndur. Engu spáir þetta um framhaldið. Síðast þegar þrýstingur var ámóta hár í apríl og nú (1973) var júnímánuður mjög kaldur - árið 2011 var júní líka kaldur. 

En óhætt er að segja að enn hafi farið vel með veður - og tilfinning ritstjóra hungursdiska sú að minna hafi orðið úr illviðrum heldur en efni hafa staðið til. Þannig hefur heildarveðurreyndin einnig verið í haust og í vetur. Vonandi er að það ástand standi sem lengst (en því mun samt linna að lokum). 


Bloggfærslur 30. apríl 2021

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg300625a
  • w-blogg280625a
  • w-blogg270625a
  • Slide11
  • Slide13

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 146
  • Sl. sólarhring: 496
  • Sl. viku: 2770
  • Frá upphafi: 2481141

Annað

  • Innlit í dag: 133
  • Innlit sl. viku: 2425
  • Gestir í dag: 126
  • IP-tölur í dag: 126

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband