Fyrstu 20 dagar aprílmánaðar

Meðalhiti í Reykjavík fyrstu 20 daga aprílmánaðar er +1,9 stig, -1,2 neðan meðallags áranna 1991 til 2020 og -1,8 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára og í 20.hlýjasta (af 21) á öldinni. Kaldara var sömu daga árið 2006, meðalhiti þá 0,9 stig, en hlýjast árið 2003, meðalhiti +6,0 stig. Á langa listanum er hitinn í 91. hlýjasta sæti (af 147). Hlýjast var sömu daga 1974, meðalhiti þá 6,1 stig, en kaldast 1876, meðalhiti -3,7 stig.
 
Á Akureyri er meðalhiti nú +1,9 stig (eins og í Reykjavík), en -0,1 stigi neðan meðallags 1991 til 2020 og -1,4 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára.
 
Að tiltölu hefur verið kaldast á Suðurlandi og á Miðhálendinu, þar eru dagarnir 20 þeir næstköldustu á öldinni. Hlýjast að tiltölu hefur verið á Austurlandi að Glettingi, hiti þar í 14.hlýjasta sæti á öldinni.
 
Hiti er neðan meðallags síðustu tíu ára á öllum veðurstöðvum. Minnst er vikið á Gjögurflugvelli og Siglufirði, -0,6 stig, en mest á Þingvöllum, -2,6 stig.
 
Úrkoma hefur mælst 34,5 mm í Reykjavík, og er það um 80 prósent meðalúrkomu. Úrkoma á Akureyri hefur mælst 13,8 mm og er það um þrír fjórðu hlutar meðalúrkomu.
 
Sólskinsstundir hafa mælst 88,3 í Reykjavík og er það í slöku meðallagi.
 
Loftþrýstingur hefur sem fyrr verið óvenju hár, er nú í 7.hæsta sæti síðustu 200 ára - og ekki mjög langt frá hæstu gildum (1822 og 1936).

Bloggfærslur 21. apríl 2021

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg300625a
  • w-blogg280625a
  • w-blogg270625a
  • Slide11
  • Slide13

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 111
  • Sl. sólarhring: 576
  • Sl. viku: 2735
  • Frá upphafi: 2481106

Annað

  • Innlit í dag: 101
  • Innlit sl. viku: 2393
  • Gestir í dag: 99
  • IP-tölur í dag: 98

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband