Fyrstu 20 dagar marsmánaðar

Meðalhiti fyrstu 20 daga marsmánaðar í Reykjavík er +3,5 stig. Það er +2,8 stigum ofan meðallags áranna 1991 til 2020 og +2,6 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára og eru þeir fjórðuhlýjustu á öldinni. Hlýjastir voru þeir árið 2004, meðalhiti þá +5,2 stig, en kaldastir voru þeir 2011, meðalhiti -1,3 stig. Á langa listanum er hitinn nú í 11.hlýjasta sæti (af 147). Hlýjast var 1964, meðalhiti +6,4 stig, en kaldast var 1891, meðalhiti -5,8 stig.
 
Á Akureyri er meðalhiti nú +2,5 stig, +3,0 stigum ofan meðallags 1991 til 2020 og +2,9 ofan meðallags síðustu tíu ára.
 
Það er nokkuð jafnhlýtt um land allt. Á Norður- og Austurlandi er hitinn yfirleitt í 3.hlýjasta sæti á öldinni, en í því 5. við Breiðafjörð og á Vestfjörðum.
 
Hitavik eru jákvæð á öllum veðurstöðvum miðað við sömu daga síðustu tíu árin, mest á Brúaröræfum, +3,7 stig, en minnst á Skagatá þar sem hiti er +1,4 stig ofan meðallags.
 
Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 44,6 mm, rétt undir meðallagi, en 38,1 mm á Akureyri og er það í ríflegu meðallagi.
 
Sólskinsstundir hafa mælst 41,9 í Reykjavík og er það um 24 stundum neðan meðallags.

Bloggfærslur 21. mars 2021

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg300625a
  • w-blogg280625a
  • w-blogg270625a
  • Slide11
  • Slide13

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 28
  • Sl. sólarhring: 757
  • Sl. viku: 2652
  • Frá upphafi: 2481023

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 2320
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband