Af nýliđnum febrúar

Eins og kemur fram í tíđarfarsyfirliti Veđurstofunnar var nýliđinn febrúar hlýr og tíđ var hagstćđ. Hann fer einnig í bćkur sem veđragóđur mánuđur. Međalvindhrađi var undir međallagi, á landsvísu sá minnsti í febrúar í nokkur ár - eđa frá 2010. Illviđradagar voru einnig fáir. 

w-blogg020321c

Ţetta riss sýnir „stormavísitölu“ febrúarmánađa aftur til 1949. Fjallađ hefur veriđ um gerđ hennar áđur á ţessum vettvangi. Há vísitala bendir til ţess ađ mánuđur hafi veriđ óvenjuillviđrasamur - en lág vísitala segir frá góđviđrum. Ţó ekki sé allt einhlítt má sjá greinilegan mun á milli mánađa. Viđ sjáum t.d. ađ síđustu árin, frá 2015 til 2020, hefur febrúar lengst af veriđ illviđrasamur og ađ febrúar 2013 aftur á móti ámóta hćgur og nú. Enga leitni er ađ sjá á myndinni - allt harla tilviljanakennt ţó votti fyrir „klasamyndun“. 

Skipti frá mönnuđum athugunum yfir í sjálfvirkar valda smávegis tengivanda - en í ađalatriđum eru vísitölur beggja kerfa samhljóđa ađ mestu. Hálendisstöđvar eru ekki inni í talningunni. Ritstjórinn fylgist sérstaklega međ ţeim. Vísitala hálendisstöđvanna var nú hin lćgsta í febrúar frá 2010. Grćna strikalínan sýnir vísitölu sem reiknuđ er frá stöđvum Vegagerđarinnar. Fyrstu árin sýnir hún áberandi hćrri gildi en hin stöđvakerfin - en verđur síđan samstíga. Ástćđan er líklega sú ađ fyrstu árin var vegagerđarstöđvunum beinlínis komiđ fyrir á sérlega vindasömum stöđum - en eftir ţví sem árin hafa liđiđ hefur stöđvum á stöđum ţar sem vindur er „venjulegri“ fjölgađ og svo virđist nú sem munur á kerfunum sé ekki mjög mikill hvađ ţetta varđar. Međalvindhrađi vegagerđarstöđvanna er ţó ađ jafnađi lítillega hćrri en ađ međaltali í byggđum landsins - ţrátt fyrir ađ hćđ mćlis sé lćgri (6 m í stađ 10 m). 

w-blogg020321a

Hér má sjá stöđuna í háloftunum í febrúar. Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, daufar strikalínur sýna ţykktina, en litir vik ţykktarinnar frá međallagi áranna 1981 til 2010. Hún var undir međallagi á bláu svćđunum, en yfir ţví á ţeim gulu og rauđbrúnu. Međ afbrigđum hlýtt var í norđanverđum Labrador. Hér á landi ríkti eindregin sunnanátt - út frá legu jafnhćđarlína einni og sér hefđi mátt búast viđ ađ úrkoma vćri vel yfir međallagi, en svo var ekki. Mánuđurinn var frekar ţurr - nema á Austfjörđum og Suđausturlandi. Ţó áttin hafi veriđ jafneindregin af suđri og hér er sýnt var hún mun austlćgari viđ sjávarmál - eins og sunnanáttin hafi stađiđ í stöđugri baráttu viđ kalt loft úr norđri - en langoftast haft svo miklu betur ađ ekkert varđ úr átökum.

Leit ađ nánum „ćttingjum“ skilar ekki miklu. Ţetta virđist vera fremur óvenjuleg stađa. Nánastur ćttingjanna er febrúar 1926. Á svćđinu nćst landinu var stađan ţá afskaplega svipuđ og var nú, en ţegar litiđ er lengra til beggja átta sést skyldleikinn síđur.

w-blogg020321b

Rétt ađ benda á ađ viđmiđunartímabil ţykktarvikanna er ekki hiđ sama og á fyrri mynd - hér nćr hún til allar 20.aldarinnar. Jákvćđu vikin vćru heldur minni á síđari myndinni vćri sama tímabil notađ. 

Veđráttan (tímarit Veđurstofunnar) gefur ţetta yfirlit um febrúar 1926:

„Einmuna veđurblíöa um allt land. Tíđin mjög hagstćđ fyrir landbúnađ og einnig fyrir sjóróđra fyrri hluta mánađarins. Fremur óstöđugt síđari hlutann“. 

Viđ gćtum notađ svipađ orđalag um ţann nýliđna - alla vega ţvćldist veđriđ fyrir fáum og flestir hafa vonandi notiđ ţess til fulls. Viđ ţökkum BP ađ vanda fyrir kortagerđina.  


Bloggfćrslur 2. mars 2021

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2021
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

 • w-blogg120421b
 • w-blogg120421a
 • ar_1802t
 • w-blogg090421a
 • w-blogg070421a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (13.4.): 87
 • Sl. sólarhring: 322
 • Sl. viku: 2655
 • Frá upphafi: 2023074

Annađ

 • Innlit í dag: 85
 • Innlit sl. viku: 2415
 • Gestir í dag: 85
 • IP-tölur í dag: 84

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband