Furðumeinlítið

Lægðir ganga nú ótt og títt yfir landið eða rétt framhjá - aðeins 2 til 3 dagar á milli kerfa. Ritstjórinn er hálfhissa á því hversu meinlaust þetta hefur verið (hingað til) - miðað við árstíma. Eitthvað hefur þó hreyfst á stöku stað - en ekkert sem talandi er um. Ef hitinn væri ekki að róla kringum frostmarkið myndi maður næstum freistast til að halda að enn væri ágúst eða september (smáýkjur).

w-blogg241121a

Spákort evrópureiknimiðstöðvarinnar gildir síðdegis á föstudag, 26.nóvember. Mikil hæð er suður í hafi og norðan hennar er mikill vestanstrengur í háloftunum. Lægðin sem á að fara hjá landinu á morgun (fimmtudag) er komin suðaustur á Norðursjó - ekki sérlega djúp en á þó að valda miklu norðanhvassviðri sumstaðar á Bretlandseyjum og síðar suður á Frakklandi. Hæðarhryggur er yfir Íslandi - rétt eins og síðdegis í dag. Síðan eru fleiri hraðskreiðar lægðir í sjónmáli - og lenda líka í Norðursjó með illviðrum þar í grennd.

Þetta minnir nokkuð á stöðuna í nóvember (og líka í desember) 1973 - nema að þá var vetrarsvipur á þessu öllu - veðrin grimmari og talsvert kaldara heldur en verið hefur til þessa. Desember 1973 varð alveg sérlega kaldur - (við vitum ekkert um desember nú) - en þá - bæði í nóvember og desember - gengu lægðir frá Íslandi til suðausturs um Norðursjó - ollu þar hverju fárviðrinu á fætur öðru. Þá var olíuvinnsla að komast af stað í alvöru og ekki komin eins mikil reynsla á borpalla og vinnslustöðvar og nú er. Erfiðleikar voru á svæðinu vikum saman - og mikil reynsla varð til. 

Hér á landi hlýtur veturinn að sýna klærnar um síðir. 


Bloggfærslur 24. nóvember 2021

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg300625a
  • w-blogg280625a
  • w-blogg270625a
  • Slide11
  • Slide13

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 24
  • Sl. sólarhring: 768
  • Sl. viku: 2648
  • Frá upphafi: 2481019

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 2316
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband