Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar

Meðalhiti fyrstu 20 daga nóvember er +2,4 stig í Reykjavík, -0,1 stigi neðan meðallags áranna 1991 til 2020, en -0,8 stigum neðan meðallags sömu daga síðustu tíu árin. Hitinn raðast í 14.hlýjasta sæti (af 21) á öldinni. Dagarnir 20 voru hlýjastir árið 2011, meðalhiti þeirra þá var +6,7 stig. Kaldast var 2017, meðalhiti +0,8 stig. Á langa listanum er hiti nú í 54. hlýjasta sæti (af 146). Hlýjastir voru þessir dagar 1945, meðalhiti þá +8,0 stig (sérlega óvenjulegt), en kaldastir voru dagarnir árið 1880, meðalhiti þá -2,9 stig.

Á Akureyri er meðalhiti nú +0,5 stig, -0,5 stigum neðan meðallags 1991 til 2020 og -1,1 stig neðan meðallags síðustu tíu ára.

Ekki er mjög mikill munur á hitavikum á spásvæðunum. Hlýjast að tiltölu hefur verið á Austfjörðum, Suðausturlandi og Suðurlandi þar sem hiti raðast í 11.hlýjasta sæti aldarinnar, en í 13. til 14. sætið á öðrum svæðum.

Hiti er ofan meðallags síðustu tíu ára á aðeins einni stöð, Skarðsfjöruvita, þar er vikið +0,2 stig. Kaldast að tiltölu hefur verið á Skagatá þar sem hiti er -1,6 stigum neðan meðallags.

Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 93,8 mm og er það um 50 prósent umfram meðallag. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 43,3 mm og er það í meðallagi.

Sólskinsstundir hafa mælst 16,2 í Reykjavík, rúmur helmingur meðallags, en hafa alloft verið færri sömu daga.


Bloggfærslur 21. nóvember 2021

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040524c
  • w-blogg040524b
  • w-blogg040524a
  • w-blogg020524b
  • w-blogg020524a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 112
  • Sl. sólarhring: 234
  • Sl. viku: 1198
  • Frá upphafi: 2352157

Annað

  • Innlit í dag: 101
  • Innlit sl. viku: 1087
  • Gestir í dag: 100
  • IP-tölur í dag: 100

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband