Úr talnaheimi

Stundum er spurt um það hvenær sumarsins er hlýjast. Því hefur reyndar oft verið svarað á hungurdiskum - nokkuð ítarlega jafnvel. Að þessu sinni lítum við aðeins á litla töflu.

w-blogg090820aa

Hér er litið til landsins alls - í 71 ár (árið í ár ekki með - um það vitum við ekki enn). Neðsta lína töflunnar sýnir í hvaða mánuði hæsti hiti ársins á landinu hefur mælst á þessum árum. Við sjáum að það er langoftast í júlí - í innan við fjórðungi tilvika mælist hann síðar. Einu sinni gerðist það að hæsti hitinn í október jafnaði það sem hæst hafði orðið áður á árinu (1973). 

Meðalhiti sólarhringsins, landsmeðalhámark og lágmark eru líka oftast hæst í júlí. Þó er það þannig að litlu munar á júlí og ágúst hvað hæsta meðallágmarkshitann varðar. Mjög hlýjar nætur koma gjarnan í ágúst - þó meðalhámarkshitinn sé sjaldan hæstur þá. Sól er farin að lækka á lofti - en jörð og haf enn hlý - sumarið endist betur í jörðu og hafi heldur en í lofti. 

Að meðaltali fer nú hiti að falla (hinni „stuttu gerð“ íslenska sumarsins sem hefst undir miðjan júlí lýkur á tímabilinu 8. til 14.ágúst). Meðalafl vestanvindabeltisins er yfir Íslandi er í lágmarki 8. til 10. ágúst og þrýstiórói sömuleiðis.  


Bloggfærslur 9. ágúst 2020

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg020725c
  • w-blogg020725b
  • w-blogg020725a
  • w-blogg300625a
  • w-blogg280625a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 18
  • Sl. sólarhring: 168
  • Sl. viku: 2645
  • Frá upphafi: 2481710

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 2358
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband