Tuttugu ágústdagar

Tuttugu ágústdagar. Meðalhiti þeirra í Reykjavík er 11,5 stig, í meðallagi síðustu tíu ára og +0,1 stigi ofan meðallags sömu daga áranna 1991 til 2020 og í 11.hlýjasta sæti (af 20) á öldinni. Dagarnir 20 voru hlýjastir árið 2004, meðalhiti þá 13,5 stig, en kaldastir voru þeir 2013, meðalhiti 10,2 stig. Á langa listanum er hitinn nú í 44.sæti af 146. Dagarnir 20 árið 2004 eru líka hlýjastir á þeim lista, en kaldastir voru þeir árið 1912, meðalhiti aðeins 7,6 stig.
 
Á Akureyri er meðalhiti nú 13,0 stig, +2,3 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára, en +1,9 ofan meðallags 1991 til 2020 og í 7.hlýjasta sæti frá 1936 að telja (85 ár).
 
Sunnanvert landið hefur síðustu dagana dregið nokkuð á Norður- og Austurland hvað hita varðar. En langkaldast að tiltölu hefur verið á Suðurlandi (spásvæði), þar er hitinn í 14.hlýjasta sæti aldarinnar, en hlýjast hefur verið á Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum, hiti þar í 4.hlýjasta sætinu.
 
Á einstökum veðurstöðvum er jákvæða vikið, miðað við síðustu tíu ár mest á Gagnheiði, +2,9 stig, en neikvætt vik er mest á Garðskagavita, -1,0 stig.
 
Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 81,5 mm í mánuðinum og hefur ekki verið meiri sömu daga á öldinni, en er í 7.mesta sæti á lista sem nær til 124 ára. Á Akureyri hefur úrkoma mælst 28,2 mm.
 
Sólskinsstundir hafa mælst 68 í mánuðinum til þessa í Reykjavík, um 40 stundum færri en í meðalári - en hafa samt 18 sinnum mælst færri en nú (109 ár), fæstar 1983, aðeins 30,8, flestar 1960, 216,3.

Bloggfærslur 21. ágúst 2020

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 30
  • Sl. sólarhring: 254
  • Sl. viku: 1856
  • Frá upphafi: 2353058

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 1665
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband